fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 20:22

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fékk alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness en þó sýknaður af hluta þeirra ákæra sem beindust að honum. Maðurinn hafði verið sakaður um að beita konu sína og fimm börn sem fylgdu honum til landsins í mars 2024 margvíslegu ofbeldi í samtals heilt ár og um að brjóta nálgunarbann gegn þeim. Hann var einnig sakaður um ofbeldi gegn annari konu en var sýknaður af því.

Eins og DV hefur greint áður frá þá flúði konan og undan manninum fljótlega eftir komuna til landsins og börnin voru síðan tekin af honum.

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Málið er viðamikið og flókið en dómur Héraðsdóms er alls 110 blaðsíður að lengd og því er hér aðeins hægt að stikla á stóru.

Ákæra málsins tók nokkrum breytingum á meðan málið var rekið fyrir dómi en þegar það var dómtekið stóðu eftir ákæra fyrir að hafa á hálfsmánaðar tímabili beitt eiginkonuna líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta henni. Alls var ákært fyrir fjögur tilvik en meðal þeirra er að hafa hótað konunni lífláti fyrir að tala við aðra karlmenn, kalla hana hóru ítrekað, ógna heilsu hennar með því að beita börn þeirra ofbeldi að henni ásjáandi og fyrir að hóta ítrekað að láta vísa henni úr landi án barnanna og látið hana pakka niður í tösku en eftir þetta flúði konan heimilið.

Börnin

Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir ofbeldi gegn börnunum á hálfs mánaðar tímabili í mars 2024 en að lokum voru börnin tekin úr umsjá mannsins af barnaverndaryfirvöldum. Samkvæmt ákærunni beitti maðurinn börnin líkamlegu og andlegu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og hótunum. Í ákærunni sem eftir stóð við dómtöku eru tilgreind 11 tilvik um ofbeldi gegn börnunum. Meðal þeirra er að hafa sparkað í og slegið dóttur sína og í annað skipti slegið og sparkað í son sinn og kallað hann hóruson. Kynferðisleg áreitni mannsins fólst meðal annars, samkvæmt ákærunni, í að þrýsta hörðum getnaðarlim sínum upp að líkama tveggja dætra sinna í nokkur skipti. Einnig var hann sakaður um að hafa klipið í rassa þeirra og stunið. Einnig var hann sakaður um að hafa margsinnis ausið svívirðingum yfir börnin og hafa oft bannað þeim að borða og drekka.

Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa margsinnis hótað konunni og setið um hana á 10 daga tímabili eftir að hún yfirgaf heimilið. Hann var síðan ákærður fyrir að áreita konuna og börnin ítrekað á þriggja mánaða tímabili og hafa sömuleiðis margsinnis hótað þeim og brotið gegn nálgunarbanni gagnvart þeim.

Í öðrum ákæruliðum var maðurinn ákærður fyrir sams konar hátterni gagnvart þeim frá júlí og fram í nóvember 2024.

Endalaust

Samkvæmt enn einum kafla ákærunnar hélt þetta hátterni áfram allt fram í mars á þessu ári.

Loks var maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni og hótanir í garð konu sem leigði herbergi hjá honum í apríl 2024. Samkvæmt ákærunni snerti hann konuna og kyssti en hótað að skera kynfæri hennar þegar hún bað hann um að hætta.

Maðurinn neitaði sök í flestum ákæruliðum. Dómurinn fjallaði sérstaklega um þá þætti ákærunnar sem snerust um brot á nálgunarbanni. Maðurinn var sakfelldur fyrir flest tilvikin á grundvelli sönnunargagna og framburða þolendanna og vitna. Hann var þó sýknaður í einu tilviki þar sem ekki þótti sannað að hann hefði rofið nálgunarbannið umræddan dag.

Maðurinn var einkum á grundvelli framburðar konunnar og barnanna sakfelldur fyrir öll tilvikin fjögur um ofbeldi gegn konunni á meðan hún bjó á heimilinu nema það brot sem snerist um að hún hafi orðið vitni að hluta þess ofbeldis sem hann var ákærður fyrir gegn börnunum en ekki þótti sannað að svo hefði verið.

Börnin sögðu rétt frá

Þegar kemur að ofbeldinu gegn börnunum sem ákært var fyrir var maðurinn sýknaður af hluta ákæru um ofbeldi gegn syni sínum. Ósannað þótti að hann hefði kallað drenginn hóruson en á móti þótti sannað að maðurinn hefði slegið drenginn og sparkað í hann. Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir að meðal annars sparka í og slá dóttur sína. Einkum byggði þetta á framburði barnanna sem þótti trúverðugur

Framburður dætra mannsins um að hann hefði áreitt þær kynferðislega með því að þrýsta hörðum getnaðarlim sínum upp að líkama þeirra þótti trúverðugur og var maðurinn því sakfelldur fyrir tvo hluta af þeim lið ákærunnar. Hann var aftur á móti sýknaður fyrir eitt tilvik um slíkt athæfi, sem ákært var fyrir, þar sem það þótti ekki sannað. Maðurinn var einnig sýknaður af því að hafa klipið í rassa dætra sinna og stunið þar sem atvikalýsing og framburður stúlknanna um þau tilvik þóttu óljós.

Hann var einnig sýknaður af þeim lið ákærunnar að hafa í eitt skipti óskað einni dóttur sinni dauða en það þótti ekki koma skýrt fram í framburði stúlkunnar og systur hennar og móður.

Að öðru leyti var maðurinn sakfelldur fyrir öll önnur brot gegn konu sinni og börnum sem hafa ekki verið tilgreind sérstaklega í þessari umfjöllun um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Var þá aðallega vísað til sönnunargagna og trúverðugs framburðar þolenda. Fyri utan að hann var sýknaður fyrir að hafa í eitt skipti hótað konunni í skilaboðum þar sem þau skilaboð þóttu ekki bera slíkt með sér og var einnig sýknaður af því að hafa svívirt son sinn þar sem það þótti ekki sannað.

Óskýr

Maðurinn var sömuleiðis sýknaður af því að hafa áreitt og hótað konunni sem leigði hjá honum þar sem framburður hennar þótti óskýr.

Segir dómurinn að hluti brotanna sem maðurinn var sakfelldur fyrir gegn konu sinni og börnum hafi verið svívirðilegur og hann hafi haldið þeim í heljargreipum. Þau hafi búið við viðvarandi ógnarástand frá því að þau komu til landsins í apríl 2024 og þar til maðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald í apríl 2025. Fyrir þessi brot og með vísan til ákvæða hegningarlaga þótti við hæfi að dæma manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi en gæsluvarðhaldið kemur til frádráttar. Var maðurinn síðan dæmdur til að greiða konunni og börnunum samtals um 9,8 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“