fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Þessi úrræði standa neytendum til boða eftir fall Play

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin hafa tekið saman hvaða úrræði standa neytendum til boða nú þegar flugfélagið Play er farið á hausinn.

Stjórn Play tilkynnti í morugn að félagið hefði tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi, en ljóst er að þetta setur ferðaáform fjölmargra í mikið uppnám, bæði þeirra sem hyggja á utanlandsferðir og eins þeirra sem þegar eru erlendis og áttu bókað flug heim með Play.

Í frétt á vef Neytendasamtakanna er neytendum bent á hvað þeir geta gert.

Endurgreiðsla á flugmiðum

Hafi flugmiðar verið greiddir með greiðslukortum er nærtækast að hafa samband við þann viðskiptabanka sem sér um greiðslukortið og óska eftir aðstoð við að fá færsluna bakfærða. Einnig er hægt að setja sig í samband við kortafyrirtækin og óska eftir aðstoð þeirra.

Ef farmiðar hafa aftur á móti verið greiddir með gjafabréfi, millifærslu eða með peningum stendur fólki eflaust ekki annað til boða en að leggja inn almenna kröfu á hendur flugfélagsins eða eftir atvikum lýsa almennri kröfu í þrotabú félagsins.

Pakkaferð

Hafi flugmiðar verið keyptir sem hluti af pakkaferð ber seljandi pakkaferðar ábyrgð á að koma farþegum sínum á áfangastað og til baka aftur.

Þeir sem keypt hafa pakkaferð eða eru nú þegar í pakkaferð, og flughluti ferðarinnar er með flugfélagi sem stöðvar rekstur, ber að snúa sér til seljanda pakkaferðarinnar varðandi frekari upplýsingar.

Réttur til bóta

Farþegar þurfa að lýsa almennri kröfu í þrotabú Play til að sækja rétt sinn til bóta.

Farþegar geta átt rétt á stöðluðum skaðabótum á grundvelli Evrópureglugerðar um réttindi flugfarþega sé fluginu aflýst með minna en tveggja vikna fyrirvara. Fjárhæð bótanna fer eftir því hvert og hvaðan er verið að fljúga. Fyrir flug sem er á milli 1.500 km og 3.500 km (eða flug á milli tveggja EES landa) þá eru bæturnar 400 evrur á hvern farþega. Ef flugið er lengra en 3.500 km (t.d. frá Íslandi til Bandaríkjanna) þá er upphæð bótanna 600 evrur á hvern farþega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump svipti forseta Kólumbíu vegabréfsáritun –

Trump svipti forseta Kólumbíu vegabréfsáritun –
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“
Fréttir
Í gær

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af
Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir óljósa tjónstilkynningu – „Einhver svartur fólksbíll“

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir óljósa tjónstilkynningu – „Einhver svartur fólksbíll“
Fréttir
Í gær

Halla segist ekki hafa öll svörin – „En ég veit að það skiptir máli að hlusta“

Halla segist ekki hafa öll svörin – „En ég veit að það skiptir máli að hlusta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitustjóri Dalvíkurbyggðar rekinn eftir innan við tvö ár í starfi

Veitustjóri Dalvíkurbyggðar rekinn eftir innan við tvö ár í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir féll milli skips og bryggju Fæðingarorlofssjóðs – Kerfið sagði nei

Faðir féll milli skips og bryggju Fæðingarorlofssjóðs – Kerfið sagði nei