fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. september 2025 10:54

Einar sagðist finna til með farþegum sem eru fastir erlendis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Ólafsson, forstjóri Play, sagði á starfsmannafundi í morgun að stefnt væri að því að starfsfólk fengi borgað fyrir þennan mánuð. Um 400 manns störfuðu hjá flugfélaginu Play þegar það fór í þrot í dag.

Eins og kom fram í viðtali Vísis við Einar verður rætt við Samgönguyfirvöld um næstu skref.

Play var í fullum rekstri og fimm vélar félagsins eru staðsettar erlendis. Félagið mun ekki koma farþegum sem eiga miða heim með Play til aðstoðar en unnið er að því að koma áhöfnum vélanna heim. Einar sagðist hins vegar finna til með þeim sem séu föst erlendis og vonast til þess að þau finni út úr þessu. Mikið sé flogið til og frá landinu.

Eins og gefur að skilja er um mjög stóra uppsögn fólks að ræða. Vinnumálastofnun mun funda um stöðuna í dag þó ekki sé komin tilkynning um hópuppsögn. Ekki er hins vegar um að ræða jafn stórt áfall og þegar WOW Air varð gjaldþrota. Þá misstu um 1.100 manns vinnuna á einu bretti.

Þá sagðist Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við mbl.is finna til með starfsfólkinu. Þó að flugmenn Play hafi ekki verið í félaginu þá hafi verið litið á þá sem kollega og félaga. En stutt er síðan Jón Þór gagnrýndi flugfélagið Play fyrir að selja ferðir sem vitað væri að yrðu ekki flognar. Gagnrýndi Einar forstjóri Play hann fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fangi kvartar undan álagi við umönnun samfanga með Alzheimer – „Ef það eru vitleysingar að sinna þeim þá ræna þeir bara af þeim“

Fangi kvartar undan álagi við umönnun samfanga með Alzheimer – „Ef það eru vitleysingar að sinna þeim þá ræna þeir bara af þeim“
Fréttir
Í gær

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt
Fréttir
Í gær

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkasta tíundin eigi nú rúmlega helming alls auðs á Íslandi – stórgræddu á aðgerðum síðustu ríkisstjórnar

Ríkasta tíundin eigi nú rúmlega helming alls auðs á Íslandi – stórgræddu á aðgerðum síðustu ríkisstjórnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur fallinn í Gufunesmálinu – Þrír fá þunga refsingu

Dómur fallinn í Gufunesmálinu – Þrír fá þunga refsingu