fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Halla segist ekki hafa öll svörin – „En ég veit að það skiptir máli að hlusta“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. september 2025 17:30

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands gerir andlega heilsu að umfjöllunarefni í nýrri færslu á Instagram. Forsetinn segist ekki hafa öll svörin við því hvernig takast eigi við á vaxandi andlega vanlíðan, ofbeldi og fíkn á Íslandi en mikilvægt sé að mæta þessum stóru og erfiðu viðfangsefnum með samstöðuna að vopni.

Halla segir að vaxandi vanlíðan, ofbeldi og fíkn séu mál sem henni séu ofarlega í huga. Hún hafi farið í margar heimsóknir og haldið fundi og samtöl með ýmsum aðilum sem vinni að þessum málum síðastliðið ár:

„Í vikunni heimsótti ég m.a. Krýsuvík og ræddi það góða starf sem þar er unnið og þann langa biðlista sem er eftir meðferð. Ég heimsótti líka Bjarkarhlíð þar sem tekið er á móti þolendum ofbeldis og þar sinnir gott teymi vaxandi fjölda skjólstæðinga.“

Halla viðurkennir það fúslega að hún sé ekki með allsherjarlausnir á reiðum höndum en hún viti þó hvað skipti máli í þessu samhengi:

„Ég hef sannarlega ekki öll svörin um það hvernig við sem samfélag getum bætt geðheilsu og hjálpað þeim sem verða fyrir ofbeldi og þeim sem þjást af fíknisjúkdómum, en ég veit að það skiptir máli að hlusta og reyna að leiða meira samtal og samstarf á milli fjölmargra aðila sem eru að vinna vel, oft við þröngan kost. Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum málum sem þessum en mikilvægt að við sem samfélag ákveðum að mæta þessum áskorunum saman. Lyfta og læra af því sem vel er gert og setjast yfir það sem betur má fara. Heilbrigt Ísland hlýtur að vera okkar sameiginlega markmið!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill