fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. september 2025 21:40

Mynd: Skjáskot RÚV/Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði í þætti sínum sem sýndur var í kvöld um fjölmargar snyrtistofur sem lögregla og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í eftirlitsferð á í vor. Blaðamaður Kveiks fylgdi með í eftirlitsferðirnar.

Ýmislegt kom í ljós við eftirlitið, stofur voru ekki með starfsleyfi, né þar starfandi snyrtifræðingur líkt og áskilið er lögum samkvæmt. Hollustuhættir voru einnig ófullnægjandi á nokkrum þeirra. Svik gegn starfsmönnum, mansal og vændi viðgengst á sumum þeirra.

Alls var farið á tuttugu og eina stofu í eftirlitsferðinni, fjórum var lokað á staðnum og misalvarlegar athugasemdir gerðar á öðrum þeirra. Meistararéttindi skorti hjá öllum fyrirtækjunum, nema einu. Grunur er um að laun séu ekki rétt greidd, vinnutími sé mun lengri en heimilt er, viðmælendur Kveiks greina einnig frá því að vinna annars staðar í svartri vinnu til að hafa í sig og á, og einnig að önnur starfsemi sé rekin í húsnæði snyrtistofu en leyfilegt er.

Snyrtistofum á Íslandi, og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið síðustu ár. Margar þeirra eru í eigu víetnama og lýsir víetnamskt starfsfólk á sumum þeirra því að hafa greitt mjög háar fjárhæðir fyrir að fá að koma til Íslands til að vinna. Fólk lýsir svikum og jafnvel misneytingu á stofunum. Rétt er að taka fram að snyrtistofurnar sem Kveikur fjallar um eru ekki allar í eigu Víetnama.

DV greindi frá því í vor að dæmi væri um að starfsfólk á snyrtistofum greiddi vinnuveitendum 300 þúsund krónur á mánuði í einskonar skatt.

Sjá einnig: Ásakanir um mansal á snyrti- og nuddstofum í Reykjavík – Borga vinnuveitendum 300 þúsund í „skatt“ á mánuði

Kveikur ræddi við nokkra starfsmenn snyrtistofa í Reykjavík, segjast þeir óttast um framtíð sína, og segjast skuldugir lánadrottnum fyrir atvinnuleyfið hér. Kveikur greinir frá því að starfsfólk hafi greitt allt að 9 milljónir króna til að koma hingað til lands. Ein segir að fjölskylda hennar hafi tekið lán til að hún gæti greitt fyrir atvinnuleyfið. Sumir Víetnamar standa nú uppi með útrunnið leyfi þrátt fyrir að hafa greitt stóra fjárhæð fyrir og óttast að verða sendir úr landi. Hluti þeirra telur sig hafa orðið fyrir einhvers konar misneytingu, jafnvel mansali. 

„Mér fannst þetta dapurt. Ég var leið og þreytt. Ég vildi fara aftur til Víetnams. Ég talaði ekki einu sinni tungumálið, vildi bara fara heim,“ segir einn viðmælandi Kveiks.

Hafa aðstoðað 30 Víetnama við nýtt dvalarleyfi

Rætt er við Sögu Kjartansdóttur, sérfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands, sem hefur aðstoðað fólk sem vann á snyrtistofum, bæði stofum sem hafa orðið gjaldþrota sem og stofum sem eru enn í rekstri. ASÍ hefur undanfarið aðstoðað um 30 Víetnama að fá nýtt dvalarleyfi, ýmist á þeim forsendum að þeir séu hugsanlega þolendur vinnumansals eða misneytingar, eða á grundvelli sérstakra tengsla við landið.

Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir sérstakt teymi rannsaka mansal og vændi. Vonast hún til að fjölgun rannsóknarlögreglumanna í teymi leiði til þess að lögreglan geti betur sinnt frumkvæðiseftirlitshlutverki, sem er alla jafna tímafrekt, bæði eftirlit sjálft og vinna í framhaldinu.

„Ég held þetta sé algengara en við teljum, eða almenningur telur,“ segir Hildur Sunna.

Saga segir: „Það sem mér finnst óásættanlegt og ekki góð afgreiðsla á þessu máli, er ef það verður bara afgreitt með því að Vinnumálastofnun kallar til baka atvinnuleyfi og þar með þarf allt þetta fólk að fara úr landi af því hefur ekki grundvöll til að vera hérna lengur og þeirra fjölskyldur. Þetta eru nokkur hundruð manns. Og mér finnst slæmur bragur á því og ekki íslenskum stjórnvöldum til sóma að afgreiða það þannig.“ 

Happy Ending í boði

Í þætti Kveiks má meðal annars sjá heimsókn á snyrtistofu í Mjódd þar sem kjallaraherbergi bendir til ýmissar starfsemi sem ekki fellur undir starfsemi snyrtistofu. Á annarri fer útsendari Kveiks, karlmaður, í hefðbundið nudd og spyr hann síðan hvort kynlíf sé í boði, eða svokallaður happy ending, og fær jákvætt svar.

DV mælir með áhorfi á þátt Kveiks. Þar birtist myrkur heimur margra snyrtistofa sem hulinn er hinum venjulega íslenska neytenda. Rétt er að taka fram að þetta á að sjálfsögðu ekki við allar snyrtistofur sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu, né víðar á landinu. Einnig er rétt að taka fram að snyrtistofurnar sem Kveikur fjallar um eru ekki allar í eigu Víetnama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda
Fréttir
Í gær

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Í gær

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Í gær

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur