fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. september 2025 19:30

Tilkynningu Landlæknisembættisins verður að segja í samhengi við orðræðu Snorra Mássonar gagnvart hinsegin fólki í Kastljósinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti Landlæknis ítrekar að mannréttindi hinsegin fólks séu ekki aðeins réttlætismál heldur heilbrigðismál og hvetur alla landsmenn til að tryggja þau. Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir séu algengari hjá þeim sem verða fyrir félagslegri útskúfun.

Orðræða Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í þættinum Kastljós er ekki nefnt berum orðum í pistli Maríus Heimisdóttur landlæknis, sem birtur er á vefsvæði embættisins, en ljóst er að hann sé viðbragð við því sem Snorri lét hafa eftir sér þar. En Snorri hefur fengið mjög harða gagnrýni eftir þáttinn og fáir komið honum til varnar, þar á meðal engir aðrir þingmenn Miðflokksins.

Lífsnauðsynleg mannréttindi

„Meginhlutverk embættis landlæknis er að stuðla að heilbrigði landsmanna, allra landsmanna,“ segir í pistlinum. „Heilsa mótast m.a. af samfélagslegum aðstæðum, viðhorfum og aðgengi að þjónustu og ein grundvallarforsenda góðrar heilsu er að njóta mannréttinda. Þegar mannréttindi hinsegin fólks eru ekki virt getur það haft alvarleg áhrif á heilsu. Þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir og líkamleg vanlíðan eru algengari meðal þeirra sem verða fyrir félagslegri útskúfun eða ofbeldi. Þetta er ekki vegna þess að hinsegin fólk sé veikara, síður en svo, heldur vegna þess að samfélagið hefur oft brugðist þeim.“

Bent er á að mannréttindi séu ekki aðeins siðferðisleg krafa heldur lífsnauðsynleg forsenda heilsu, meðal annars fyrir hinsegin fólk sem oft hafi þurft að berjast fyrir viðurkenningu og virðingu.

„Hvað felst í þessu? Við höfum öll rétt til að vera þau sem við erum og að lifa lífinu án þess að þurfa að vera í felum, t.d. með okkar kynvitund og kynhneigð, án ótta við mismunun, ofbeldi eða útilokun,“ segir landlæknir. „Við eigum öll rétt á viðeigandi heilbrigðisþjónustu.“

Fordómar leiði til að fólk leiti sér ekki heilbrigðisþjónustu

Nefnt er að hinsegin fólk geti þurft sérhæfða heilbrigðisþjónustu, til að mynda í tengslum við kynstaðfestandi meðferð, HIV forvarnir eða geðheilbrigði. Mannréttindi tryggi að slík þjónusta sé veitt af virðingu, fagmennsku og fordómaleysi. Öll eigum við rétt á vernd gegn mismunun.

„Því miður eru of mörg dæmi þar sem hinsegin einstaklingar upplifa fordóma, sem getur leitt til vantrausts og þess að fólk forðist að leita sér heilbrigðisþjónustu. Að þessu þurfum við að hyggja,“ segir landlæknir.

Þarft ekki að skilja, bara virða

Að lokum segir í pistlinum að lausnin liggi í virðingu.

„Að tryggja mannréttindi hinsegin fólks er ekki aðeins réttlætismál, það er heilbrigðismál. Þegar fólk fær að vera það sjálft, lifa í öryggi og fá þjónustu sem tekur mið af þeirra þörfum, þá fær það tækifæri til að njóta bestu heilsu,“ segir landlæknir. „Mannréttindi eru ekki lúxus, þau eru líf. Og fyrir hinsegin fólk eru þau lykillinn að lífi í heilbrigði, mannlegri reisn og von, lífi eins og við viljum öll fá að njóta. Embætti landlæknis hvetur alla landsmenn til að tryggja mannréttindi fyrir okkur öll sem hér búum, þannig byggjum við sterkara og betra samfélag. Mannréttindi fyrir öll eiga að vera sjálfgefin, þú þarft ekki að skilja, þú þarft bara að virða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið
Fréttir
Í gær

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa
Fréttir
Í gær

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”