Breskum hjónum á áttræðisaldri, þeim Barbie og Peter Reynolds, hefur verið sleppt úr haldi Talibanastjórnarinnar í Afganistan eftir að hafa setið í öryggisfangelsi síðan í febrúar, án ákæru.
Hjónin hafa búið í Afganistan í tvo áratugi og hafa rekið þar skóla fyrir ungmenni. Þau voru handtekin á grundvelli banns Talibana við menntun kvenna. Þó munu þau hafa haft tilskilin leyfi til námskeiðahalds síns.
Peter Reynolds er áttræður en eiginkona hans, Barbie, er 76 ára. Samkvæmt heimildum Metro var Peter hlekkjaður og barinn í fangelsinu og Barbie fékk aðeins eina máltíð á dag.
Hjónunum var sleppt á fyrir milligöngu stjórnvalda í Katar og var flogið frá Kabúl í Afganistan til Doha, höfuðborgar Katar. Þau segjast í viðtali við Skynews vera mjög þakklát fyrir frelsunina og vilja helst snúa aftur til Afganistan til að halda skólastarfi sínu áfram.
Sjá nánar á vef Skynews