fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. september 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olíuleit á Drekasvæðinu gæti skilað ævintýralegum ávinningi án áhættutöku fyrir ríkissjóð. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs.

„Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í vinnanlegu magni. Íslensk stjórnvöld hafa ekki boðið út sérleyfi til olíurannsókna og -vinnslu frá 2012, þrátt fyrir að útboðin gæfu ríkissjóði tekjur óháð olíufundi. Bjóða ætti út sérleyfi að nýju, enda gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér fyrir íbúa landsins,“ segir í úttektinni.

Segir ennfremur að rannsóknir bendi til þess að á bilinu 6 til 12 milljarðar olíutunna sé á finna á svæðinu. Ef slíkt magn fyndist gætu skatttekjur ríkissjóðs orðið á bilinu 51 til 102 milljónir á hvern íslenskan ríkisborgara. Sú fjárhæð er 10 til 20 sinnum hærri en heildartekjur ríkisins á hvern ríkisborgara á árinu 2025.

Einnig segir að jafnvel þó að engin olía fyndist á svæðinu myndu leyfisgjöld af sérleyfum til olíuleitar, ásamt öðrum gjöldum sem innheimtast á meðan rannsóknir standa yfir, skila 1,2 milljörum króna. Samkvæmt úttektinni mun það því ávallt skapa ávinning fyrir ríkissjóð að gefa út sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og fjárhagsleg áhætta af því sé engin.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“