Maður er grunaður um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnafirði um helgina og brotið gegn barni á grunnskólaaldri.
RÚV greinir frá þessu.
Lögreglan handtók manninn um helgina en honum var sleppt úr haldi í gær. Samkvæmt heimildum RÚV fór hann aðfaranótt síðastliðins sunnudags inn á heimili fjölskyldu og braut þar á barni á grunnskólaaldri. Tengsl eru á milli foreldra barnsins og hins grunaða en þau eru ekki tengd fjölskylduböndum.
Farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum en dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst aðeins á stutt varðhald, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt heimildum RÚV er óánægja á meðal lögreglumanna yfir að manninum hafi verið sleppt.