fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 11:30

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að þegar krónan veikist skili sú veiking sér fljótt út í verðlag en þegar hún styrkist gerist lítið sem ekkert.

Vilhjálmur gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og bendir á að krónan hafi styrkst um 11% gagnvart Bandaríkjadollar og 3% gagnvart evru síðasta árið.

„Samt lækkar ekkert. Ekki matur. Ekki raftæki. Ekki bensín. Ekki lyf. Ekki neitt. En þegar krónan veikist? Þá hækka verðin strax. Krónan veikist – og bensín hækkar. Krónan veikist – og flugfargjöld hækka. Krónan veikist – og innfluttar vörur skjóta upp kollinum,“ segir Vilhjálmur og heldur áfram:

„En þegar krónan styrkist? Þá gerist ekki neitt. Verðin standa í stað. Þögn. Verðhækkanir eru sjálfvirkar – verðlækkun er óhugsandi.“

Hann bætir við að svo skilji enginn af hverju verðbólga lækkar ekki, af hverju vaxtahækkanir skila sér ekki og af hverju lífskjör batna ekki þrátt fyrir góðar hagtölur.

„Kannski af því að styrking krónunnar skilar sér aldrei til almennings. Og enginn virðist ætla að spyrja af hverju,“ segir hann og veltir því upp hvort Seðlabankinn og stjórnvöld ættu að skipa rannsóknarnefnd til að komast að því hvernig þetta hagkerfi okkar virkar, þar sem krónan má veikjast aftur og aftur en ekki styrkjast í vasa fólksins.

Margir leggja orð í belg við færslu Vilhjálms og benda einhverjir á að fleiri breytur þurfi að taka inn í dæmið. Þannig hafi launahækkanir sín áhrif og mikill vaxtakostnaður vegna verðtryggingar á almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“