fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 09:30

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, hvetur íbúa Ölfus til að láta í sér heyra hafi þeir athugasemdir við fyrirhugað fasteignaverkefni í Þorlákshöfn.

Segir hún samráðsleysi sveitarstjórnar við íbúa í Ölfusi algjört, og svo virðast sem sveitarstjórn túlki lög á þann veg að ef íbúar skili ekki inn umsögn sinni þá samþykki þeir framkvæmdir. Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum er í dag.

Nú á að ráðast í fasteignaverkefni á milli enda gamla bæjarins svokallaða og hafnarsvæðis, á grænum svæðum sem aðskilja bæinn frá hafnarsvæðinu. Svæðið er ekki stórt í sjálfu sér en á að rúma 155 íbúðir í allt að 5 hæða blokkum sem geta hýst svo gott sem íbúafjölda Eyrarbakka.

Segir Ása að í Þorlákshöfn og Ölfusi öllu sé gríðarlegt landsvæði og því tilgangslaust að þétta byggð í átt að takmörkuðu landsvæði hafnarinnar, sem þarf líka að hafa svigrúm til þróunar. Segir hún að grænum svæðum fari fækkandi í Þorlákshöfn og full ástæða til að halda í þau og leita frekar leiða til að þróa í þágu íbúa.

Þögn er sama og samþykki, samkvæmt sveitarfélaginu Ölfusi. 7. ágúst er síðasti dagurinn til þess að senda inn umsögn í skipulagsgátt við þessar fyrirhuguðu breytingar á aðalskipulaginu og miðað við skilning sveitarfélagsins, þá er eins gott að öll sem hafa skoðun á þessu máli geri það, því eins og kemur fram í skjáskoti af heimasíðu sveitarfélagins þá er litið svo á að ef maður sendir ekki inn umsögn í skipulagsferlinu, þá teljist maður ósjálfrátt samþykkur breytingunni.”

Lesa má um fyrirhugaða breytingu í skipulagsgátt og senda inn athugasemdir hér.

Ása segir að hún telji þessa fullyrðingu ekki eiga við rök að styðjast, en ef þetta er skilningur sveitarfélagsins væri rökrétt að þau sem því stjórna myndu hafa meira fyrir því að kynna svo verulega breytingu á aðalskipulagi með metnaðarfullum hætti fyrir íbúum svo þeir ættu möguleika á að ákveða hvort þeir skili inn umsögn eða þegi þögninni löngu.”

Vísar Ása til 30. gr. skipulagslaga um gerð aðalskipulags, kynningu og samráð þar sem segir:

Áður en tillaga að aðalskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat, þegar við á, kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti.”

Líkt og fyrr hefur samráðsleysi stjórnvalda í Ölfusi við íbúa verið algjört.

Ég hvet þau sem hafa skoðun á málinu að senda inn umsögn á skipulagsgátt eða á skipulag@olfus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“