fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 17:30

John Cornyn þingmaður Texas í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fréttum yfirgáfu þingmenn Demókrata á ríkisþingi Texas ríkið til að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um breytingar á kjördæmum í ríkinu gæti farið fram. Repúblikanar hafa hótað þeim öllu illu þar á meðal handtökum svo að hægt verði að neyða þá til að mæta í atkvæðagreiðsluna. Þingmaður Texas í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur nú greint frá því að Alríkislögreglan – FBI – hafi orðið við beiðni hans um að leita að þingmönnunum.

John Cornyn öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Texas hefur greint fjölmiðlum frá þessu. Þingmennirnir hafa þó fæstir gert tilraunir til að felast en margir þeirra hafa greint frá því að þeir dvelji í Illinois-ríki en sumir hafa haldið sig í New York og aðrir í Massachusetts en hluti hópsins hefur haldið fréttamannafundi.

Cornyn þakkar Kash Patel forstjóra FBI fyrir að hafa orðið við beiðni hans og Donald Trump forseta Bandaríkjanna fyrir að styðja það að fulltúar alríkisins leiti að þingmönnunum. Umræddir ríkisþingmenn Demókrata yfirgáfu eins og áður segir Texas til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna um kjördæmabreytingar sem ganga út á að breyta skipan kjördæma í ríkinu sem kosið er eftir meðal annars í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hafa Demókratar sagt þessar breytingar lið í að tryggja að Repúblikanar haldi meirihluta þingsæta.

Trump sagði fyrr í vikunni að svo gæti farið að nýta yrði krafta FBI til að finna þessa þingmenn Demókrata og handtaka þá. Degi áður höfðu embættismenn í Washington sagt að alríkisfulltrúar myndu ekki koma að málinu og að Greg Abbot ríkisstjóri Texas yrði að sjá sjálfur um sitt ríki. Abbott hefur einmitt skipað löggæslustofnunum Texas að handtaka þingmennina. Lögsaga þeirra nær hins vegar ekki út fyrir ríkjamörk Texas en nú þegar alríkislögreglan virðist komin í málið ættu líkurnar á því að þingmennirnir verði handteknir og fluttir aftur til Texas með valdi mögulega að aukast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út