fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir að ryðjast inn í íbúð á Akranesi en finnast ekki

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á þrítugsalddri eru ákærðir fyrir að hafa ruðst inn í íbúð í Akranesi í heimildarleysi. Það hefur hins vegar ekki tekist að hafa uppi á þeim og því er birt fyrirkall og ákæra á hendur þeim báðum í Lögbirtingablaðinu.

Atvikið átti sér stað í september 2024 og eru báðir mennirnir ákærðir fyrir húsbrot en kringumstæðum er ekki lýst nánar og það er því ekki ljóst hvort mennirnir hafi þekkt til íbúa í íbúðinni, talið sig eiga eitthvað sökótt við viðkomandi eða hvort eitthvað annað hafi legið að baki athæfi mannanna.

Mennirnir eru jafnaldrar og báðir skráðir með ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá. Það hefur því ekki tekist að hafa upp á mönnunum til að birta þeim ákæruna.

Með fyrirkalli eru þeir kvaddir til að mæta fyrir Héraðsdóm Vesturlands en þess er krafist í ákærunni að þeir verði báðir dæmdir til refsingar.

Mál þeirra beggja verður tekið fyrir á dómþingi í september næstkomandi en mæti þeir ekki má búast við að það verði metið sem ígildi játningar og sakfelling yfir þeim báðum myndi væntanlega fylgja í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“