fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 06:30

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, vísaði nýlega á bug hugmyndum Bandaríkja um að hefja viðræður um kjarnorkuafvopnum Norður-Kóreu og hvatti Trump og aðra bandaríska ráðamenn til að sætta sig við þann nýja veruleika að Norður-Kórea ráði yfir kjarnorkuvopnum.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Kim Yo Jong hafi sagt að nýja nálgun þurfi ef Norður-Kórea eigi að fást að samningaborðinu og gaf í skyn að það muni aðeins gerast ef Bandaríkin bjóði eitthvað í skiptum fyrir hluta af kjarnorkuvopnabúri Norður-Kóreu.

Donald Trump ræddi nýlega um persónulegt samband sitt við Kim Jong-un og lét í ljós vonir um að hægt verði að hefja viðræður um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu á nýjan leik. Á fyrra kjörtímabili Trump hitti hann einræðisherrann og þeir ræddu um afvopnun Norður-Kóreu. Þær viðræður fóru út um þúfur þegar Trump hafnaði kröfu einræðisherrans um að refsiaðgerðum gegn landinu yrði að mestu aflétt ef hann léti eyðileggja aðalkjarnorkumiðstöð landsins. Það hefði aðeins verið lítið skref í átt að afvopnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða