fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 07:00

Trump er ósáttur við Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur aukið þrýsting sinn á Rússa um að semja um frið við Úkraínu en þessi aukni þrýstingur getur endað með mikilli dramatík. Nú síðast tilkynnti Trump að hann hafi sent tvo kafbáta, sem bera kjarnorkuvopn, af stað í átt að Rússlandi.

Vladímír Pútín hefur sífellt færri valmöguleika en einn þeirra er að stigmagna átökin og við sjáum nú þegar smávegis merki um það að mati sérfræðings.

„Rússland getur reynt að stigmagna stöðuna, fjölga mikið í hernum svo þeir hafi eina milljón hermanna undir vopnum. Og boðskapurinn að ofan er að allt rússneska samfélagið verði að búa sig undir stríð,“ sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands, í samtali við B.T.

Hann var spurður út í frestinn sem Trump hefur gefið Pútín til að binda enda á stríðið en hann rennur út 8. ágúst.

Splidsboel sagðist telja að þetta setji Rússland í þá stöðu að hafa mjög fáa valkosti og einn þeirra sé stigmögnun.

Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, tjáði sig nýlega á X og hótaði Trump og sagði að tímamörk hans geti valdið dramatískri þróun. Kannski beinu stríði á milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að margir geri lítið úr hótun Medvedev, þá hafa Rússar á síðustu mánuðum undirbúið sig undir langvinnt stríð, hugsanlega einnig annars staðar en í Úkraínu.

Samhliða því að stríðið í Úkraínu hefur dregist á langinn, hefur rússneska hagkerfið skipt yfir í stríðshagkerfi. Á síðasta ári fóru 30% ríkisútgjalda til hernaðarmála, þar á meðal til lögreglunnar og þjóðvarðliðsins.

Splidsboel sagði að þetta sé hugsanlega upphafið að því að Rússland vígbúist og fari úr því að standa í „sérstakri hernaðaraðgerð“, eins og Pútín segir stríðið í Úkraínu vera, yfir í að vera í stríði og það ekki bara við Úkraínu, heldur við öll Vesturlönd.

Nýtt lagafrumvarp í rússneska þinginu, Dúmunni, bendir til þess að svo geti farið. Ef frumvarpið verður samþykkt, þá gerir það hernum kleift að kalla menn til herþjónustu allt árið, ekki bara tvisvar á ári eins og nú er.

Rússar hafa einnig sett ný herhéruð á laggirnar en það bendir til að þeir séu að undirbúa sig undir hugsanleg átök utan Úkraínu.

„Allar þessar nýjungar, ný herhéruð, breytingar á innköllun manna á herskyldualdri og útgjöld til varnarmála, benda til að Rússland sé að undirbúa sig undir langvarandi stríð, ekki bara í Úkraínu, heldur einnig gegn NATÓ,“ sagði Kateryna Stepanenko, sérfræðingur hjá hugveitunni Institute for the Study of War, í samtali við Kyiv Independent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða