fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. ágúst 2025 16:30

Sjórinn dynur á ferðamönnum í Reynisfjöru. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, segir það dæmigerð viðbrögð Íslendinga, og þá sérstaklega þeirra sem ættu að taka ábyrgð, við slysum sem verða í Reynisfjöru, að setja fram ásakanir á hendur þeim sem fyrir slysunum verða. 

Ólína sem hefur lengi starfað sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands og einnig starfað í björgunarsveit til fjölda ára tjáir sig í færslu sinni á Facebook um banaslysið sem varð í Reynisfjöru á laugardag þegar níu ára stelpa frá Þýskalandi lést.

Reynisfjara. Dæmigerð viðbrögð Íslendinga, og þá sérstaklega þeirra sem ættu að taka ábyrð, við slysum sem verða í Reynisfjöru eru að setja fram ásakanir á hendur þeim sem fyrir slysunum verða. Saka þau um gáleysi og heimsku, að fara ekki eftir neinum viðvörunumog þar fram eftir götum. Gallinn við þessi viðbrögð er ekki síst sá að þau fría alla aðra af ábyrgð, sérstaklega þá aðila sem eiga mesta hagsmuni af ferðamannaumferðinni á þessum stað.

Faðirinn sem missti dóttur sína í Reynisfjöru í gær fór ekki þangað í þeim erindum að missa barnið á haf út. Hann gerði sér augljóslega enga grein fyrir hættunni. Sama gildir auðvitað um alla sem eru að lenda þarna í lífsháska eða týna lífinu. Sex manns á tíu árum hafa farist þarna og bændur í nágrenninu fullyrða að þúsundir manna hafi lent þar í lífshættu á síðust árum, án þess að það komist í fjölmiðla.“

Auglýsingar minnast ekki á hætturnar

Ólína bendir á að Reynisfjara er auglýst af ferðaþjónustuaðilum sem „fegursta og frægasta strönd Íslands. Segir hún að í þeim auglýsingum sem hún hafi séð á heimasíðum ferðaþjónustufyrirtækja sé hvergi minnst á hættuna sem fólki stafar af því að vera þar á ferð, ef undan er skilin síðan icelandia.com.

„Þannig segir á einum stað:

„Reynisfjara black sand beach is the most famous beach on the South Coast of Iceland. Its beautiful black sand, powerful waves, and the nearby Reynisdrangar sea stacks make Reynisfjara a truly unique place to visit and a popular filming location (Game of Thrones, Star Wars and more).

Reynisfjara Beach is one of the most well-known black sanded beach in the whole world. This is a place of wild and dramatic beauty where the roaring waves of the Atlantic Ocean power ashore with tremendous force. In 1991, Reynisfjara appeared on the top ten list of the most beautiful non-tropical beaches in the world, and it is very easy to see why it was chosen!

Svo mörg voru þau orð.

Segir Ólína það augljósa tregðu hagsmunaaðila til að grípa til öryggisráðstafana vera áhyggjuefni.

Augljós tregða þeirra sem eiga helstu hagsmuna að gæta af ferðamannaumferð þarna til þess að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að stemma stigu við þessum slysum, er sannarlega áhyggjuefni. Ég tek þess vegna heils hugar undir með upplýsingafulltrúa Landsbjargar sem velti því upp í hádegisfréttum áðan að það þyrfti ekki að hafa alla ferðamannastaði opna alltaf.

Það má og á að loka, þegar aðstæður krefjast þess.

Og nú afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru.

Fjölmargar athugasemdir eru við færsluna og taka margir undir orð Ólínu að loka eigi fjörunni þegar aðstæður krefjast þess. Nokkrir benda á hvort að það myndi duga til og ferðamenn myndu einfaldlega hunsa lokanir og fara samt í fjöruna.

Valdimar Örn Flygenring, leiðsögumaður og leikari, segist nýta tímann sem það tekur að aka frá þjóvðeginum niður í Reynisfjöru til að árétta við fólk hættuna í margvislegum myndum. Bent er á að margir séu á eigin vegum og njóti því ekki leiðsagnar leiðsögumanna um hætturnar.

Ómar Már Jónsson, fyrirtækjaeigandi og fyrrum sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir: „Enn og aftur er gripið til gamalla úreltra viðbragða að hálfu landeiganda og hagsmunaaðila um að það þurfi að skoða málið. Þetta er nú í sjötta skiptið og er það ekki nóg til að gripið sé til aðgerða sem virka?“

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra segir að viðbrögð landeigenda bendi til að slysin séu fórnarlömbum eða hugsanlegum fórnarlömbum að kenna: 

„Maður er sleginn óhug þegar dauðaslys verða, þar sem barnung stúlka lætur lífið með ömurlegum hætti, að fjölskyldu sinni ásjáandi. Lesandi um viðbrögð landeigenda þá er þetta allt fórnarlömbum eða hugsanlegum fórnarlömbum að kenna. Hvergi kemur fram hver hagnaðurinn hefur verið að hafa þessa manndráps gildru öllum opin þegar sjógangurinn er sem ákafastur. Varla hefur blessað barnið verið fluglæst á þessi skilti sem engu varna greinilega, en friða samvisku landeigenda og ferðaþjónustu fulltrúa sem sagði í fréttum að hann væri á móti lokun ferðamannastaða eins og Reynisfjöru.“

Björgvin G. Sigurðsson fyrrum alþingismaður er vongóður um að nú verði gripið til aðgerða:

„Fullkomlega óverjandi staða og furðu daufleg viðbrögð við þessu skelfilega slysi. Ef fjaran á að vera opin áfram í flestum veðrum þá verður að manna vörslu í henni. Það er kostnaðarlega smámunir miðað við það sem hinn mikli straumur ferðamanna við Suðurströndina skilur eftir sig. Það þýðir ekkert að láta aðvörunarskilti duga. Sérstaklega þau sem ekki eru á ferð með reyndum fararstjórum átta sig mörg engan veginn á þeirri miklu hættu sem fjöruferðin getur falið í sér. Marg oft hefur legið við bandaslysum en þessi hræðilegi atburður tekur steininn úr. Nú verður að grípa til aðgerða.“

Jónína Björg Magnúsdóttir, leggur til myndbönd og bæklinga um borð í flugvélum til landsins, til að vara ferðamenn við hættum Reynisfjöru og annarra ferðamannastaða á landinu:

„Sem starfsmaður ferðamannastaðar, nánar starfsmaður í Akranesvita, þá spjalla ég mikið við fólk og spyr gjarnan hvaðan það komi og hvert það er að fara. Ef að Reynisfjöru ber á góma þá bið ég fólk að fara varlega og fara eftir viðvörunarskiltum. í gær komu hjón á fyrsta ferðadegi á Íslandi og ætluðu á Suðurlandið. Þau voru með tvö lítil börn og ég sagði þeim frá litlu stúlkunni sem lést í fyrradag. Þau var mjög brugðið. Ég myndi vilja sjá vídeó í flugvélunum hvað ber að varast þegar að fólk er á klettabrúnum, við fossa og í fjörum og tilmæli að fara eftir viðvörunum. Þetta videó yrði spilað áður en að fólk geti valið afþreyingu. Hvorki landeigendur né fararstjórar hópa geta komið í veg fyrir hvatvísi, heimsku og hópþrýsting hjá fólki en með svona vídeói myndum við ná til margra. Við myndum ekki hræða ferðafólk frá því þegar að það er komið í flugvélina er það búið að kaupa sér flug og jafnvel gistingu og með það á hreinu hvert það er að fara. Með svona vídeói náum við til margra og ef að það eru ekki skjáir í flugvélinni þá má útbúa bæklinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu