fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 13:30

Ingileif Friðriksdóttir. Mynd: Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, greinir frá því að sjónvarpsþættir sem hún hefur unnið að í þrjú ár, ásamt Hrafni Jónssyni, hefji sýningar á RÚV á þriðjudagskvöld.

Eitt af mínum stærstu ástríðuverkefnum, þáttaserían HATUR. Sería sem við Hrafn Jónsson höfum unnið að í þrjú ár, lagt hjarta og sál í.

Þetta málefni hefur verið mér mjög hugleikið síðustu árin eða allt frá því að bakslagið fór að raungerast. Það sá ég allt í kringum mig og fann á eigin skinni. Í seríunni fjöllum við um uppgang haturs í samfélaginu okkar á undanförnum misserum. Hvers vegna erum við stödd hér, hvaðan stafar allt þetta hatur og hvaða leið er út úr þessari stöðu?“ 

Þættirnir eru síðasta verkefnið sem Ingileif vann fyrir Ketchup Creative áður en hún færði sig á vettvang stjórnmálanna. Segir hún þættina hafa átt að fara í loftið síðasta haust en vegna skyndilegra Alþingiskosninga var sýningu frestað. 

Ég hafði áhyggjur af því á þeim tíma að viðtölin, sem voru mörg tekin upp fyrir tveimur árum, yrðu orðin úreld. En þvert á móti hefur þetta efni aldrei verið mikilvægara.

Ingileif er þakklát RÚV fyrir að hafa haft trú á verkefninu og þakkar Skarphéðni Guðmundssyni, fyrrum dagskrárstjóra, Margréti Jónasdóttur, aðstoðardagskrárstjóra og Evu Georgs, núverandi dagskrárstjóra fyrir samstarfið.

„Ég vona að þættirnir muni auka vitund almennings um afleiðingarnar. Því þær eru upp á líf og dauða.

Serían er tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu í seríunni. Síðustu árin upplifði hún stöðugt áreiti og hatur, og hún lifði því miður ekki af það ofbeldi sem hún varð fyrir. Hennar barátta lifir og ætti að vera okkur öllum áminning um að gera betur. Og leggja okkar af mörkum til að snúa þróuninni við.

Ég er óendanlega þakklát öllum sem komu að gerð þessara þátta og hlakka til að sýna ykkur verkið loksins.

Takk Krummi fyrir samstarfið líklega það verkefni sem mestur tími hefur farið í á ferlinum. Þessi sería væri ekki það sem hún er án þín.

Og að lokum – eins og Páll Óskar minn segir:

Út með hatrið, inn með ástina.

Í færslu Ingileifar á Facebook má sjá stiklu þáttanna Hatur:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum