fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. ágúst 2025 17:31

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en meðal verkefna hennar var að aðstoða eiganda Teslu-bifreiðar að bjarga ketti sem var fastur í bifreiðinni.

Í dagbók lögreglunnar segir að málið hafi komið til kasta lögreglustöðvar 1 sem sér um löggæsluví austurbæ, miðbæ, og vesturbæ Reykjavíkur auk Seljarnarness.

Meðal annarra verkefna var að ræða við starfsmenn á vinnusvæði sem voru byrjaðir að vinna fyrir klukkan 10:00 með tilheyrandi hávaða. Segir lögreglan að þeir hafi lofað að hætta og byrja á tilsettum tíma. Segir einnig að tilkynnt um aðila í miðborginni að munda 3 hnífa sem hann hafði meðferðis. Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi viðkomandi orðið flóttalegur og reynt að komast undan en ekki tekist. Aðilinn hafi vissulega reynst vera með 3 hnífa á sér og einnig verið með meint fíkniefni á sér. Brot aðilans hafi verið afgreidd með vettvangsformum.

Mjálm

Um björgun kattarins úr Teslu-bifreiðinni segir eftirfarandi en ekkert er gefið upp um staðsetningu:

Barst lögreglu tilkynning um kött sem var fastur í Tezlu bifreið. Þegar lögregla kom á vettvang mátti sjá að eigandi bifreiðarinnar var búinn að taka hægra framhjólið af bifreiðinni ásamt innra bretti. Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framan verðu þar sem farangursrými bifreiðarinnar er. Hlíf í farangursrými var einnig fjarlægð að þá loksins var hægt að sjá köttinn. Kettinum var gefin harðfiskur og hjálpaði það til við að róa köttinn svo hægt væri að ná honum úr bifreiðinni.  Óljóst er hversu lengi kötturinn hafði verið í bifreiðinni. Farið var með köttinn á lögreglustöðina þar sem haft var upp á eigandanum og kettinum komið í réttar hendur.

Meðal verkefna annarra lögreglustöðva má nefna að tilkynnt var um aðila sem hafði dottið af hestbaki og misst meðvitund en ekki sé vitað um ástand viðkomandi. Ennig má geta þess að lögreglustöð 3 sem sér um Kópavog og Breiðholt fékk tilkynningu um líkamsárás, þjófnað og skemmdarverk. Gerandinn er sagður þekktur hjá lögreglu og fannst stuttu frá vettvangi þar sem hann var handtekinn og er vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Í gær

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“
Fréttir
Í gær

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki