fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er í senn heiður og ábyrgð sem fylg­ir því að starfa í þágu borg­ar­búa sem kjör­inn full­trúi í borg­ar­stjórn. Stund­um verður maður þó kjaftstopp af sumu sem viðgengst í borgarpólitíkinni.“

Þetta segir Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann málefni stærstu skiptistöðvar landsins, Mjóddina, að umtalsefni.

Niðurlægjandi ástand

„Eitt af því er hræsn­in sem fylg­ir því að hlusta á orðagjálf­ur þeirra sem segj­ast vilja eyða miklu skatt­fé í að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur en á sama tíma hafa sömu aðilar látið stærstu skiptistöð lands­ins, Mjódd­ina, grotna niður.“

Helgi bendir á að frá árinu 2015 hafi rekstur skiptistöðvarinnar verið á ábyrgð Reykjavíkurborgar og á undanförnum áratug hafi torgagerð í miðborginni, sem kostað hefur offjár, verið í lagi. Á sama tíma hafi ekki mátt eyða broti af þeim fúlgum til að bæta ástandið í Mjóddinni.

„Þetta ástand er niður­lægj­andi fyr­ir Breiðholt sem hverfi og móðgun við þá sem nota fjölförn­ustu skiptistöð Íslands,“ segir hann.

Salerni lokað og mölbrotnar hellur

Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi ekki gengið fyrir borgina að reka skiptistöðina í Mjóddinni með viðunandi hætti. Þannig hafi útboðsleiðin ekki gengið upp.

„Útkom­an er meðal ann­ars sú að mik­ill farþega­fjöldi skiptistöðvar­inn­ar breyt­ir því ekki að sal­erni stöðvar­inn­ar eru jafn­an lokuð. Það er tak­mörkuð eða eng­in þjón­usta í boði fyr­ir farþega. Inn­an­húss er hús­búnaður rýr í roðinu, gól­f­efni illa farið og á lóð skiptistöðvar­inn­ar eru gang­stétt­ar­hell­ur marg­ar hverj­ar möl­brotn­ar. Af­greiðslu­tími stöðvar­inn­ar hef­ur að meg­in­stefnu ekki fylgt sama tíma og akst­urs­tíma strætó. Örygg­is­gæsla er lítt sjá­an­leg, jafn­vel þótt full þörf væri á,“ segir hann.

Helgi rifjar upp að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi um margra ára skeið lagt fram tillögur með það að marki að bæta ástandið í Mjóddinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi skollaeyrum verið skellt við þeim tilraunum og bendir hann á nokkur dæmi um það.

„Það er svo margt sem hægt er að gera bet­ur í rekstri Reykja­vík­ur­borg­ar. Knýj­andi þörf er á að breyta for­gangs­röðun í rekstr­in­um. Verja þarf tak­mörkuðu fjár­magni borg­ar­sjóðs í þágu grunnþjón­ustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veiga­miklu hlut­verki í slíkri grunnþjón­ustu. Sé eitt­hvað að marka orðagjálf­ur þeirra, sem telja mik­il­vægt að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin