fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 09:26

Þorsteinn sendir Snorra opið bréf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson skrifar opið bréf til þingmannsins Snorra Mássonar, en sá síðarnefndi var gestur í hlaðvarpsþættinum Ein pæling í síðustu viku og sagðist aðspurður trúa því að kynin séu bara tvö og að fólk geti ekki „skipt um kyn.“

Lengi hefur raunar verið að tala um að leiðrétta kyn en þessi orðanotkun Þórarins Hjartarsonar, umsjónarmanns þáttarins, hefur löngum verið nýtt af hægri sinnuðum hópum sem afneita því að hægt sé að fæðast í líkama sem passar ekki við kynvitund fólks. Hafa slíkir hópar, til að mynda í Bandaríkjunum, haldið uppi harðri baráttu gegn tilverurétti trans fólks.

Þátturinn og athugasemdir Snorra hafa vakið þónokkra athygli undanfarið en Snorri ræddi meðal annars um hinsegin samfélagið, trans fólk, karlmennsku og kynjafræði.

Sjá einnig: Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

„Sorri, við sjáum í gegnum þig, Snorri,“ skrifar Þorsteinn til Snorra í færslu á samfélagsmiðlum Karlmennskunnar.

„Á þessum miðli hefur aldrei verið fjallað um efnahags- eða skipulagsmál. Ekki af því að þau hafa engan kynjafræðilegan snertiflöt heldur af því að ég veit bara ekki rassgat um þau mál. Alla vega ekki nógu mikið til að ég telji það geta dýpkað neina umræðu. Sama mætti eiga við um aðra karla sem telja vanþekkingu sína á hinum ýmsu málefnum eiga erindi við almenning. Reyndar telja þeir margir vanþekkingu sína einkennast af hyldjúpum skilningi og innsýn. Karllæga yfirlætið blómstrar alveg úr iðrum fornaldar,“ segir Þorsteinn.

„Talandi um fornöld. Alþingismaðurinn Snorri telur að kynin séu og hafi alltaf verið bara tvö, trans sé hugmyndafræði og karlar eigi að fá frið til að sýna náttúrulegt eðli sitt, karlmennskuna. Sami alþingismaður sér lítið gagn í kynjafræði en mikið gagn í hugmyndafræði hægri róttækni og hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins.“

Þorsteinn segir að „kynin hafa aldrei verið bara tvö nema í takmörkuðum hugarheimi trúarofstækismanna. Fyrir tíma nýlenduherra og innrætingar kirkjunnar á einfeldningslegum túlkunum á fornum texta blómstruðu fjölmörg kyn og kyngervi. Á Indlandi, í Norður-Ameríku, Araba-löndum og víðar fékk fólk að vera það sjálft.“

„Ekki bara fékk fólk frelsið til að vera það sjálft heldur nutu sum kyn, utan tvíhyggjunnar, félagslegrar og formlegrar viðurkenningar innan samfélaga. En það var fyrir tíma afturhaldssamra þingmanna, kúgunar og innrætingar „hinna réttu“ hugmynda,“ segir Þorsteinn.

Varðandi karlmennskuna og hið meinta náttúrulega eðli karla sem kynjafræðingar eru að eyðileggja þá velti ég fyrir mér hvar í mannkynssögunni Snorri vill stoppa. Hvaða eðli vill hann leyfa körlum að sýna án truflunar og afskiptasemi? Mögulega víkingaöld?

Ég skal ekkert láta þetta liggja á milli hluta. Engri fræðigrein hefur tekist að finna hið meinta eðli sem gerir karla að körlum. Karlar eru alls konar og eiga skilið að fá frelsi fyrir skaðlegri orðræðu sem sundrar samfélaginu í fylkingar. Fylkingar vegna ímyndaðra árása á náttúru karla.“

Þorsteinn segir að það sé „til dæmis ekki náttúrulegt fyrir karla að hata fjölbreytileika fólks, grafa undan tilvist þess og tala á niðurlægjandi kynferðislegan hátt um líkama kvenna. Kannski liggur skýringin þar, á andstöðu Snorra og hans skoðanabræðra á kynjafræði.“

Að lokum segir hann:

„Í áratugi hafa sérfræðingar í forvörnum gegn ofbeldi bent á að fræðsla, eins og kynjafræði, sé mikilvægasta leiðin og hana eigi að formfesta í skólakerfið. En það þýðir að fólk verður færara um að bera kennsl á yfirlætisfulla fákunnáttu og afturhaldsseggi. Það hentar vissulega illa hugmyndafræði karlremba, transfóbista og þjóðernissinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn