Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð í Gaza-borg og nágrenni hennar. Hungursneyðin er skilgreind á fimmta stigs sem er efsta stig á kvarða IPC, eða Integrated Food Security Phase Classification, sem fylgjast með hungri um allan heim. 680 dagar eru liðnir frá því að að átökin, sem ekki sér fyrir endann á, brutust út.
Í skýrslu sérfræðinga IPC er fullyrt að meirihluti íbúa á Gaza sé nú í lífshættu út af hungri eða vannæringu. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að hægt hefði verið að afstýra hungursneyðinni hefði Ísraelsher leyft að flytja hjálpargögn óhindrað inn á Gaza.
Sagði Fletcher ennfremur að þjóðir heims ættu að skammast sín út af ástandinu og að vonandi yrði yfirlýsingin um hungursneyðina til þess að gripið yrði til aðgerða.
Utanríkisráðuneyti Ísraels gaf lítið fyrir ákvörðun Sameinuðu þjóðanna og sagða hana byggða á „lygum Hamas-samtakanna“ í yfirlýsingu.