fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 11:31

Ástandið á Gaza er hryllilegt Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð í Gaza-borg og nágrenni hennar. Hungursneyðin er skilgreind á fimmta stigs sem er efsta stig á kvarða IPC, eða Integrated Food Security Phase Classification, sem fylgjast með hungri um allan heim. 680 dagar eru liðnir frá því að að átökin, sem ekki sér fyrir endann á, brutust út.

Í skýrslu sérfræðinga IPC er fullyrt að meirihluti íbúa á Gaza sé nú í lífshættu út af hungri eða vannæringu. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að hægt hefði verið að afstýra hungursneyðinni hefði Ísraelsher leyft að flytja hjálpargögn óhindrað inn á Gaza.

Sagði Fletcher ennfremur að þjóðir heims ættu að skammast sín út af ástandinu og að vonandi yrði yfirlýsingin um hungursneyðina til þess að gripið yrði til aðgerða.

Utanríkisráðuneyti Ísraels gaf lítið fyrir ákvörðun Sameinuðu þjóðanna og sagða hana byggða á „lygum Hamas-samtakanna“ í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg