fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. ágúst 2025 20:30

Slökkviliðsmenn í Frakklandi gómuðu hina belgísku kengúru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær smákengúrur (vallabíur) sluppu frá eigendum sínum í Belgíu fyrir skemmstu. Önnur þeirra komst til Frakklands.

Fréttastofan UPI greinir frá þessu.

Í tilkynningu frá borgaryfirvöldum í Mouscron í Belgíu kemur fram að kengúrurnar hafi sloppið frá býli í úthverfinu Herseaux um þar síðustu helgi. Önnur þeirra komst yfir landamærin til Frakklands þar sem slökkviliðsmenn í bænum Wattrelos gómuðu hana.

„Til þess að handsama vallabíuna örugglega og án þess að meiða hana settu tæknimenn út net til að hindra för hennar og gripu svo í rófuna á pokadýrinu til þess að valda engum skaða. Þessi aðferð er algjörlega sársaukalaus fyrir dýrið, kemur í veg fyrir að það slái með rófunni, klóri með klónum eða reyni að bíta frá sér til að verja sig,“ segir í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Var kengúrunni komið fyrir í búri og skilað til eigandans í Belgíu. Ekki er vitað hvar hin kengúran er niðurkomin.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“