fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 07:30

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hæ Jens, láttu mig fá Friðarverðlaun Nóbels.“ Þetta var nú kannski ekki það sem Donald Trump sagði þegar hann hringdi óvænt í Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs og fyrrum framkvæmdastjóra NATÓ, í síðustu viku.

Stoltenberg átti ekki von á símtali frá Trump og var að sögn miðla á borð við VG og Politico á gangi í Osló þegar Trump hringdi og vildi ræða við hann. Segja miðlarnir að hann hafi viljað ræða um tollamál og Friðarverðlaun Nóbels.

Stoltenberg hefur staðfest að símtalið átti sér stað og að margir úr starfsliði Trump, þar á meðal Scott Bessent fjármálaráðherra, hafi einnig tekið þátt í samtalinu.

„Við ræddum um tolla og samvinnu á efnahagssviðinu. Þetta var undirbúningur fyrir samtal hans við Jonas Gahr Støre forsætisráðherra. Ég vil ekki skýra nánar frá samtalinu,” sagði Stoltenberg og tjáði sig ekki um hvort þeir hafi rætt um Friðarverðlaun Nóbels.

Það er norska Nóbelsnefndin sem ákveður árlega hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels.

Fjórir bandarískir forsetar hafa fengið Friðarverðlaunin, síðast Barack Obama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Í gær

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn