Enski leikarinn Terence Stamp er látinn, 87 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Superman-myndunum frá áttunda áratug síðustu aldar, sem Zod hershöfðingi.
Einnig lék hann trans konuna Bernadette í The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert frá árinu 1994.
Terence Stamp var afkastamikill og afar virtur leikari og hlaut margskonar verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum.
Samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu leikarans andaðist hann í morgun, sunnudag.