fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 10:00

Putin og Trump á leiðtogafundi árið 2019. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, telur að ekkert muni koma út úr leiðtogafundi þeirra Putin Rússlandsforseta og Trump Bandaríkjaforseta um lausn Úkraínustríðsins, í Alaska í dag.

Þetta kemur fram í viðtali Samstöðvarinnar við Hilmar.

Hilmar segir að það helsta sem geti komið út úr fundinum sé að Putin fái þá ósk sína uppfyllta að standa jafnfætis forseta Bandaríkjanna og það verði eflaust dreift mörgum fallegum myndum af fundinum um Rússland. Trump leiðist síðan ekki heldur fjölmiðlaathyglin.

„Það liggur ekkert fyrir um hvað á að gera þarna, leiðtogar Evrópusambandsins eru búnir að keppast um að það megi ekki semja um neitt, það megi ekki breyta um landamæri né nokkurn skapaðan hlut án þess að Zelensky verði þarna og hann verður ekki þarna,“ segir Hilmar.

Hann bendir á að Rússar hafi lagt fram skýrar kröfur en þær fela meðal annars í sér að tiltekin landsvæði, Krímskaginn og fjögur héruð í Úkraínu, verði undir stjórn Rússlands, látið verði af viðskiptabanni gegn Rússlandi og að Úkraína geti ekki gengið í NATO. Leiðtogar Evrópusambandsins hafi hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekki megi gefa neitt af þessu eftir.

Þar sem búið sé að gefa út fyrirfram að ekki megi semja um neitt þá sé fyrirsjáanlegt að enginn árangur náist á fundinum. Trump hafi verið í samtölum við leiðtoga ESB og Zelensky Úkraínuforseta í aðdraganda fundsins og lýst því yfir að ef ekki semjist um vopnahlé muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland. Þær hótanir feli hins vegar í sér aðgerðir sem gangi ekki upp fyrir Bandaríkin, en það eru refsitollar á viðskiptalönd Rússlands, þar á meðal Kína og Indland. Hilmar telur þær refsiaðgerðir myndu koma sér verst fyrir Bandaríkin sjálf, m.a. vegna nauðsynlegra viðskipta þeirra við  Kína.

Hilmar segir að mögulega gæti sú niðurstaða orðið að Trump segði við leiðtoga Úkraínu og ESB „að hann sé kominn á  endastöð og hann verði að hafa eitthvert sigrúm til að semja.“

Sjá nánar í spilaranum hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“