fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í liðinni viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem handtekinn var í kjölfar þess að hann beitti fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hafði áður verið tekið ákvörðun um að vísa manninum úr landi en hann hafði lítið sinnt tilkynningarskyldu og dvalið á óþekktum stað. Maðurinn hefur hlotið nokkra refsidóma á þeim tíma sem hann hefur dvalið á landinu.

Úrskurður Landsréttar var fyrst birtur fyrr í dag en með honum fylgir gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum.

Þar kemur fram að hann hafi verið handtekinn fyrr í þessum mánuði. Hafði hann komið til fyrrverandi eiginkonu sinnar og dætra hennar og ráðist á þá fyrrnefndu. Reif hann í hár hennar, sparkaði í hana og skemmdi síma hennar. Dæturnar urðu vitni að þessu. Fram kemur að samskipti lögreglunnar við konuna fóru að mestu fram í gegnum þýðingarforrit þar sem hún talar litla sem enga ensku.

Fór huldu höfði

Konan gat vísað lögreglunni á dvalarstað mannsins og fannst hann þar og var handtekinn. Við eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði skráð dvöl sína í landinu í mars 2021 en skráð sig úr landinu í júní sama ár og skráði ekki dvöl sína að nýju, í trássi við lög um útlendinga.

Útlendingastofnun vísaði manninum úr landi 2024 en kærunefnd útlendingamála staðfesti niðurstöðuna fyrr á þessu ári. Maðurinn var upplýstur um brottvísunina og tilheyrandi endurkomubann og gert að tilkynna sig reglulega til lögreglu sem hann sinnti lítið. Maðurinn gaf heldur ekki upp dvalarstað sinn og var ekki með skráð heimilisfang og hafði því farið huldu höfði þar til náðist til hans vegna árásarinnar á fyrrverandi eiginkonuna. Fram kemur í úrskurðinum að hann hefur hlotið þrjá refsidóma hér á landi fyrir hegningar-, umferðar- og fíkniefnalagabrot. Auk árásárinnar á eiginkonuna fyrrverandi var maðurinn til rannsóknar vegna gruns um þjófnaðarbrot.

Þar sem talinn var mikil hætta á að maðurinn myndi láta sig hverfa myndi hann ekki vera úrskurðaður í gæsluvarðhald urðu bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur við því. Fram kemur að til hafi staðið að framkvæma brottvísun mannsins annaðhvort í gær, 12. ágúst, eða í dag, 13. ágúst. Hvort það hefur gengið eftir er DV ekki kunnugt um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“