fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 21:30

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar virðist ábyrgir fyrir nýlegu innbroti í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm gögn bandarísks alríkisdómstóls. Metro segir frá en frumheimildin er í New York Times.

Hin mjög svo viðkvæmu dómskjöl sem hér liggja undir gætu innihaldið upplýsingar um fólk sem hefur verið ákært fyrir brot gegn þjóðaröryggi, eftir því sem nokkrir heimildarmenn hafa tjáð The New York Times.

Kerfisstjórar dómstólsins sem um ræðir skýrðu dómsmálaráðuneytinu nýlega frá því að starfsfólk réttarins hefði orðið vart við að háþróaðir netþrjótar hafi rofið innsigli á gögnum, að því er kemur fram í minnisblaði sem New York Times komst yfir.

„Þetta er áríðandi vandamál sem krefst tafarlausra aðgerða,“ segir í minnisblaðinu.

Þessar fréttir koma fram núna um það leyti þegar fyrir dyrum stendur leiðtogafundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Putin Rússlandsforseta í Alaska.

Fyrst var brotist inn í tölvukerfi dómstólsins árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi