fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt skólaár hefst senn í skugga talsverðrar gagnrýni á grunnskólakerfið og gera má ráð fyrir að menntamál verði eitt af kosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári.

Rakel Linda Kristjánsdóttir er reyndur kennari og í grein á vef Vísis deilir hún sinni sýn á stöðuna og þeim áskorunum sem hún mætir í kennslustofunni.

„Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot,“ segir Rakel meðal annars.

Hún segir að grunnskólakerfið sé ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þurfi að byggja á réttum forsendum, ekki sem vopn í kosningabaráttu.

Eins og að horfa á málningu

„Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum,“ segir hún og bætir við að það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá henni hafi ekkert að segja um gæði hennar kennslu.

„Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum,“ segir hún.

Hefur mestar áhyggjur af þessu

Rakel kveðst hafa verið að rýna í skólastarf frá árin 1991 og vegna forvitni hennar verið óhrædd við að færa sig á milli skóla. Þannig hafi hún séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum borgarinnar. Bætir hún við að drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi sé enn að koma henni á óvart.

„Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í,“ segir hún og heldur áfram:

„Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni.“

Aðstandendur spila lykilhlutverk

Rakel nefnir að virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skipti öllu máli og segir hún að aðstandendur barna spili þar lykilhlutverk.

„Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk.“

Rakel segir að lokum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og samvinna og samskipti séu lykilatriði að farsæld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun