fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaþjófar í Bandaríkjunum beina spjótum sínum að einni ákveðinni bílategund umfram aðrar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Highway Loss Data Institute (HLDI).

Um er að ræða Chevrolet Camaro ZL1, sem kostar um 75.400 Bandaríkjadali, eða rúmar níu milljónir króna. Tíðni þjófnaða á þessari tegund var 39 sinnum hærri en meðaltal allra bíla sem framleiddir voru á árunum 2022 til 2024.

ZL1-bíllinn er afkastamikil útgáfa af ódýrari Chevrolet Camaro, en sú útgáfa var með 13 sinnum hærri þjófnaðar­tíðni en meðaltalið.

Matt Moore, framkvæmdastjóri tryggingareksturs hjá HLDI, segir við CBS MoneyWatch að bílarnir sem raða sér í efstu sætin eigi ýmislegt sameiginlegt.

„Þeir eru tiltölulega dýrir, tiltölulega öflugir og í mörgum tilfellum pallbílar,“ segir hann.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að General Motors hefði gefið út hugbúnaðaruppfærslu fyrir árgerðir 2020 til 2024 af Camaro vegna öryggisveikleika. Þessi veikleiki gerði þjófum með búa yfir ákveðinni þekkingu kleift að stela bílunum á tiltölulega auðveldan hátt.

Í skýrslunni var einnig skoðað hvaða tegundum er síst stolið og þar er Tesla í efstu sætunum.

20 mest stolnu bílarnir:

  1. Chevrolet Camaro ZL1
  2. Acura TLX 4WD
  3. Chevrolet Camaro
  4. GMC Sierra 2500 crew cab 4WD
  5. Acura TLX 2WD
  6. GMC Sierra 3500 crew cab 4WD
  7. Chevrolet Silverado 3500 crew cab 4WD
  8. Dodge Durango 4WD
  9. Land Rover Range Rover 4WD
  10. Ram 1500 crew cab stuttur hjólhaf 4WD
  11. Chevrolet Silverado 2500 crew cab 4WD
  12. Ram 3500 crew cab langt hjólhaf 4WD
  13. Honda CR-V hybrid 4WD
  14. GMC Sierra 1500 crew cab 2WD
  15. Dodge Durango 2WD
  16. GMC Sierra 1500 crew cab 4WD
  17. BMW X7 4WD (stór lúxusjeppi)
  18. Mercedes-Benz S-Class langt hjólhaf 4WD
  19. Jeep Gladiator crew cab breytanlegur 4WD
  20. Cadillac Escalade ESV 4WD

20 bílar sem síst er stolið:

  1. Tesla Model 3 4WD
  2. Tesla Model Y 4WD
  3. Tesla Model 3 2WD
  4. Toyota RAV4 Prime 4WD
  5. Tesla Model S 4WD
  6. Volvo XC90 4WD
  7. Volvo XC40 4WD
  8. Ford Mustang Mach-E
  9. Volkswagen ID.4
  10. Subaru Crosstrek 4WD with EyeSight
  11. Lexus NX 350 4WD
  12. Ford Explorer
  13. Infiniti QX60 4WD
  14. Kia EV6 4WD
  15. BMW iX 4WD
  16. Mini Cooper
  17. Toyota Venza hybrid 4WD
  18. Mercedes-Benz GLC 4WD
  19. Volvo XC90 Plug-In Hybrid 4WD
  20. Hyundai Elantra hybrid
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“