fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 13:30

Inga Sæland segist aldrei ætla að svíkja aldraða, öryrkja og fátæka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er harðorð í garð stjórnarandstöðunnar. Hún segist aldrei ætla að svíkja eldra fólk, öryrkja og fátækt fólk.

„Ég sé að einhverjir eru þeir sem kalla mig svikara og lygara með meiru. Fyrir alla þá segi og skrifa: Ég mun aldrei svíkja eldra fólk, öryrkja og fátækt fólk með því að halda þeim áfram í sárri fátækt,“ segir Inga í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Beinir hún spjótum sínum að stjórnarandstöðuflokkunum sem hafa haldið uppi málþófi á Alþingi.

„Það er hins vegar tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu frá því að mælt var fyrir fyrsta máli ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. „Tafaleikir, málþóf og einbeittur vilji til að eyðileggja þau góðu verk sem við erum að vinna í þágu þjóðar ætti að vera áhyggjuefnið en ekki það hvort ég sé að svíkja fólkið mitt sem ég stofnaði Flokk fólksins til að verja og berjast fyrir með því að bæta afkomu þess.“

Inga segir að nú sitji við ríkisstjórnarborðið raunveruleg verkstjórn. Ríkisstjórn sem muni af öllum lífs og sálar kröftum standa vörð um fallega samfélagið okkar og gera það svo miklu betra fyrir alla, ekki aðeins suma.

„Ég skil það af öllu hjarta hversu nöturlegt það er að bíða vongóð eftir réttlætinu áratugum saman. Það er komið að því að risa stórar breytingar muni eiga sér stað og fátæktargildrurnar verða muldar mélinu smærra. Ég bið ekki um annað en tímann sem það tekur að koma öllum okkar góðu málum í gegnum þingið. Ég bið um traust því ekki einungis ég heldur ríkisstjórnin ykkar öll er traustsins verð,“ segir Inga að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um