fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 09:00

Gyða Jónsdóttir. Mynd: Ljósið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyða Jónsdóttir greindist með krabbamein í vinstra brjósti snemma árs 2023. Það var mikið högg en á þeirri vegferð sem tók við fann hún að styrkur og stuðningur eru ómetanleg gildi. Haustið 2023, þegar hún var nýbúin með lyfjameðferð og stóð frammi fyrir geislameðferð, ákvað hún að leita í Ljósið þar sem uppbygging, hlýja og fagleg þekking tóku við.

„Ég vildi fá stuðning við að byggja mig upp líkamlega,“ segir Gyða. „Ég fann strax hvað það skipti máli að vera innan um fagfólk sem hefur bæði sérfræðiþekkingu og skilning á því hvernig krabbameinsmeðferð hefur áhrif á líkamann.“

Í viðtali á vef Ljóssins segir Gyða sögu sína í tilefni samstarfsverkefnis Ljóssins og Nettó. Í öllum verslunum Nettó og í Ljósinu að Langholtsvegi 43 eru nú til sölu slæður og taupokar prýddir verki listamannsins Steingríms Gauta. Allur ágóði rennur óskiptur til starfsemi Ljóssins.

Sjá einnig: Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Sjá einnig: „Greiningin var auðvitað áfall“

Heildræn nálgun – faglegur stuðningur og vinalegt andrúmsloft

Gyða segir að endurhæfingin í Ljósinu hafi haft djúp áhrif á líðan sína og bataferli. Hún sótti meðal annars heilsufarsmælingar hjá Fríðu, nudd og sogæðameðferð hjá sjúkraþjálfara, allt veitt af sérfræðingum með mikla innsýn í ferlið sem fólk gengur í gegnum eftir krabbamein.

„Það sem kom mér mest á óvart voru gæðin og aðgengið að heildstæðri þjónustu og hvað það var notalegt að þurfa ekki alltaf að kynna sig og aðstæður sínar upp á nýtt. Það er gríðarlega þægilegt að geta sótt ólíka þjónustu á einum stað, þar sem manni líður vel.“

Hún segir einnig að hvatningin sem hún fékk í mælingum hafi skipt sköpum: „Mér fannst mikilvægt að geta rætt við fagaðila hvernig ég væri að auka styrk og þrótt. Þegar ég upplifaði bakslag eða óvæntar aukaverkanir, þá var alltaf hægt að fá góð ráð.“

Ljós í einmanaleika og vin í eyðimörk

Gyða segir að það hafi komið henni á óvart hversu einmanalegt það getur verið að greinast með krabbamein. Því hafi Ljósið reynst henni sannkallaður vinur í eyðimörk  örugg höfn þar sem samkennd og samhug ríkja.

„Það er svo dýrmætt að geta komið í Ljósið og hitt einstaklinga í sömu stöðu, deilt reynslu og þegið ráð. Þetta er ekki bara fagleg þjónusta þetta er samfélag sem byggir mann upp.“

Hún segir jafnframt að hún hefði viljað vita strax í byrjun hvað Ljósið er vinalegur og dýrmætur staður. „Það er svo mikið framboð af þjónustu og svo mikill friður sem fylgir því að mæta þangað.“

Kraftur í líkama og sál og hlýr klútur með í för

Að hennar mati ættu sem flestir að stunda endurhæfingu eftir veikindi. „Andlegt jafnvægi og líkamlegur styrkur eru lykill að góðu lífi og veikindi ýta undir meðvitund okkar um það. Ég var lánsöm að geta hreyft mig í gegnum allt ferlið og tel að það hafi flýtt bata mínum verulega.“

Aðspurð hvort hún sé meiri slæðu- eða taupokatýpa svarar hún hlæjandi: „Fyrir mig er það klúturinn ég fer sjaldnast út úr húsi nema með klút, trefil eða hálsmen.“

Með þátttöku í átaksverkefni Ljóssins og Nettó getur fólk lagt sitt af mörkum og styrkt stað sem skiptir sköpum fyrir fjölda fólks í viðkvæmri stöðu.

„Það er ekkert sem stoppar mann en það er ómetanlegt að fá styrk og stuðning í vinalegu umhverfi. Ljósið er einstakt athvarf og við sem höfum notið þess vitum að það lýsir ekki aðeins upp erfið tímabil heldur kveikir líka nýja von.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði