fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 21:30

Talið er að Conradie hafi verið kraminn til dauða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex tonna afrískur fíll drap milljarðamæring á landareign hans í Suður Afríku. Maðurinn var að reyna að bægja hjörð fíla frá ferðamannabústöðum þegar einn réðist á hann og kramdi með fótunum og hornunum.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Maðurinn hét F.C. Conradie og var 39 ára gamall. Hann átti og rak fimm stjörnu veiðilendur og hótel í Gondwana við suðurströnd Suður Afríku, skammt frá Höfðaborg. Conradie lést í gærmorgun eftir árás fíls.

Ekki liggur alveg fyrir hvernig árásin átti sér stað. En talið er að Conradie hafi verið að bægja fílahjörð frá ferðamannabústöðum á jörðinni þegar stórt karldýr hafi ráðist á hann. Fyrst slegið hann með hornunum og síðan traðkað á honum með fótunum þangað til Conradie lést.

Málið er ekki einsdæmi á jörðinni en 36 ára gamall leiðsögumaður, David Kandela, lést þar eftir árás fíls á síðasta ári. Kandela var að reka hjörð fíla þegar ein kýrin réðst skyndilega á hann og rak á hol með hornunum í nokkur skipti. Þá dró hún hann inn í runna og þar komu fleiri fílar til þess að taka þátt í árásinni. Slitu þeir af honum báðar hendurnar og báðar fæturna.

Málið hefur vakið óhug en jörðin er vinsæll safarí staður hjá ríku fólki. Auk fíla eru þar meðal annars ljón, hlébarðar, nashyrningar og vatnabuffalar. F.C. Conradie skilur eftir sig eiginkonu og þrjá unga syni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“