fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 15:30

Ozzy var frægasti sonur Birmingham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að fá flugvöllinn í Birmingham nefndan eftir rokkstjörnunni Ozzy Osbourne. Ozzy, sem var ein skærasta stjarna borgarinnar, lést á dögunum.

Um 3 þúsund manns hafa skrifað undir listann þegar þetta er skrifað og bætist hratt við. En  hann er hýstur á síðunni Change.org.

„Ozzy Osbourne var mikilvægasti tónlistarmaðurinn sem komið hefur frá Birmingham. Hann varð frægur sem söngvarinn í Black Sabbath, sem fundu upp tónlistartegundina þungarokk,“ segir í færslu með undirskriftalistanum.

Nefnt er að flugvellir hafi áður verið nefndir eftir frægum einstaklingum sem komu frá viðkomandi borg. Svo sem John Lennon flugvöllurinn í Liverpool og George Best flugvöllurinn í Belfast. Flugvöllurinn í Birmingham heitir í dag einfaldlega Birmingham flugvöllur.

Sjá einnig:

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

„Áhrif Ozzy á tónlistina eru óumdeilanleg. Að nefna alþjóðaflugvöllinn okkar eftir honum væri tilvalin virðingarvottur við ótrúlegan feril hans og framlag til listanna,“ segir í færslunni.

Ozzy lést 22. júlí, 76 ára gamall, eftir langvarandi baráttu við Parkinson´s sjúkdóminn og annan heilsubrest. Það var aðeins um tveimur vikum eftir að hann hélt risastóra tónleika á Villa Park í Aston hverfinu í Birmingham þar sem flestar helstu hljómsveitir þungarokksins komu saman til að hylla Ozzy og Black Sabbath.

„Saman getum við fagnað arfleið Ozzy Osbourne og þeim ótrúlegum áhrifum sem hann hafði á borgina okkar og heimssviðið,“ segir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“