fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 10:35

Skjáskot/Facebook-síða fréttastofu RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég reikna með því, já,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari sem varð fyrir árás er hann var að störfum á mótmælafundi samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan utanríkisráðuneytið í gær. Þar veittist að honum maður og skvetti á hann rauðri málningu fyrir það að hann væri að störfum fyrir Morgunblaðið.

DV sló á þráðinn til Eyþórs í morgun. Hann sagðist ekki reiðubúinn að tjá sig um væntanlegt kæruefni, t.d. hvort hann kærir manninn fyrir líkamsárás eða skemmdarverk eða hvorttveggja. Hann segist munu ræða það fljótlega við lögmann.

Eyþór hefur undanfarinn hálfan sólarhring eða svo varið miklum tíma í að hreinsa burtu málninguna. „Búnaðurinn minn sjálfur slapp, ég náði málningunni af honum, aftur á móti er jakkinn minn, buxurnar mínar og skórnir mínir og taskan mín…ég næ þessu ekki úr því, búinn að marg-margþvo fötin mín,“ segir Eyþór.

„Þetta er bara einhver akrýlmálning, föndurmálning, veit ekki hvernig ég á að lýsa henni,“ segir hann, aðspurður um hvernig málning þetta var.

Í viðtali við Mannlíf í gær sagðist Eyþór vera heppinn að hafa verið með gleraugu þegar hann varð fyrir árásinni. „Það fór lítið í augun á mér,“ segir hann. Ljóst er af því að illa hefði getað farið ef augu hans hefðu verið óvarin.

Eyþór telur að hann sé tryggður fyrir tjóninu sem hann varð fyrir í gær en hann á eftir að kanna það betur. Er DV heyrði stuttlega í honum var hann á leið út úr húsi til vinnu. Hann lætur því engan bilbug á sér finna.

Sýnir enga iðrun

Árásarmaðurinn, Naji Asar, birti í gær færslu á Instagram þar sem hann sýnir enga iðrun. Hann deilir þar frétt mbl.is þar sem greint er frá því að félagið Ísland-Palestína harmi árásina. Um þetta skrifar maðurinn að  Morgunblaðið sé stöð (e. channel) sem lýsi viðnámi Palestínu sem hryðjuverkum og lýsi rétti Palestínumanna til að snúa til heimkynna sinna sem blekkingu. Blaðið stundi áróður gegn flóttamönnum og styðji hernámið. Hann spyr hvort blaðið vilji ekki birta fréttir um þann fjölda blaðamanna sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn hafi myrt. „Staðreyndin er sú að við erum að verða fyrir þjóðarmorði og þessar aðstæður kalla á aðgerðir, ekki bara að öskra fyrir framan þögla veggi,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið