fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

„Ömurleg uppákoma“ segir Stefán um árás á ljósmyndara Morgunblaðsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 16:00

Mynd sem Stefán Pálsson birti af mótmælunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veist var að ljósmyndara Morgunblaðsins á mótmælafundi samtakanna Ísland-Palestína fyrir utan Utanríkisráðuneytið á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt frásögn Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Morgunblaðsins af atvikinu varð ljósmyndarinn fyrir árásinni fyrir það eitt að starfa fyrir Morgunblaðið.

Stefán segir á Facebook:

„Ömurleg uppákoma átti sér stað á mótmælunum við ráðuneytið. Maður í hópnum gekk á milli ljósmyndara og myndatökumanna og spurði þá fyrir hvaða fjölmiðil þeir störfuðu. Ljósmyndari Morgunblaðsins/Mbl sagði honum það, þá gekk viðkomandi í burtu en sneri svo aftur og sletti rauðri málningu á ljósmyndarann með fúkyrðum.

Þetta er algjörlega glatað og heimskulegt af svo mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að maður á einfaldlega ekki að sletta málningu á fólk. Í öðru lagi vegna þess að nú er viðbúið að þetta verði stóra fréttin af mótmælunum. Í þriðja lagi vegna þess að auðvitað viltu að fjölmiðlar segi frá mótmælunum – líka miðlar sem eru ekki efst á vinsældarlistanum. Og í fjórða lagi vegna þess að svona framferði dregur úr líkum á að fólk mæti á mótmæli yfirhöfuð. Vitleysingur dagsins er í það minnsta fundinn.“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að ljósmyndari RÚV var spurður sömu spurningar og var ekki veist að honum í kjölfarið.

„Allt í einu finn ég að það kem­ur máln­ing­arsletta á mig. Ég sný mér við og þá stend­ur hann þarna og slett­ir á mig og garg­ar eitt­hvað varðandi Morg­un­blaðið. Ég náði því ekki al­veg hvað hann sagði,“ segir ljósmyndarinn Eyþór Árnason í viðtali við Morgunblaðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín