fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. júlí 2025 10:50

Kvartað er yfir því að ferðamenn séu gjarnir á að ónáða íslenska lunda. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur einstaklingur kvartar yfir hegðun ferðamanna í íslenskri náttúru. Segist viðkomandi hafa orðið vitni að því að ferðamann virði ekki reglur um umgengni við villt dýr eins og t.d. lunda og seli og gangi þar að auki illa um. Í athugasemdum er hins vegar meðal annars því haldið fram að á meðan hvalveiðar séu stundaðar á Íslandi sé svona hegðun alls ekkert óeðlileg.

Viðkomandi gerir þetta að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit sem skrifuð er á ensku. Óljóst er hvort umræddur einstaklingur er sjálfur ferðamaður eða hvort hann sé starfandi í ferðaþjónustu en miðað við samhengið virðist það síðarnefnda eiga fremur við.

Í færslunni segir meðal annars að það séu reglur til staðar um umgengni við lunda og seli á Íslandi. Færsluhöfundur gefur ekki upp nákvæmar staðsetningar en segist hafa séð ferðamenn hafa reynt að snerta lunda og verið með allt of mikinn hávaða nálægt þeim. Fyrst hafi verið um tvo ferðamenn að ræða en fljótlega hafi rúta full af ferðamönnum komið á svæðið og hafi allur hópurinn hegðað sér með sama hætti.

Bætir færsluhöfundur því síðan við að enn á ný hafi á svæðinu ferðamenn skilið eftir sígarettustubba og annað rusl á berangri.

Spyr viðkomandi að lokum:

„Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Hvalveiðar

Í athugasemdum taka flestir undir með færsluhöfundi um að svona hegðun sé engan veginn í lagi en í einni athugasemd, sem rituð er á íslensku, er því hins vegar lýst yfir að það sé kaldhæðnislegt að á meðan hvalveiðar séu stundaðar á Íslandi að kvarta yfir því að ferðamenn fari of nálægt selum og lundum.

Í annarri athugasemd er hins vegar bent á að langt í frá allir ferðamenn hagi sér svona í íslenskri náttúru. Segist viðkomandi hafa fyrir nokkrum dögum hafa verið ásamt hópi annarra ferðamanna hér á landi að fylgjast með hópi lunda. Hópurinn hafi sameinast um að gefa frá sér sem minnst hljóð og sameinast um reynslu sem hafi í raun verið töfrandi. Segist viðkomandi hafa hins vegar á leiðinni út af svæðinu mætt bandarísku pari sem hafi hrópað hástöfum: „guð minn góður það eru lundar hérna.“ Höfundur athugasemdarinnar segist sjá eftir því að hafa ekki bent parinu á að ganga hljóðlega um svæði lundanna.

Í svari við þessari athugasemd segist Bandaríkjamaður sem er í brúðkaupsferð sinni hér á landi fyrirlíta þá landa sína sem kunni ekki að haga sér almennilega á ferðalögum og hafi orðið vitni að slíku oftar en einu sinni í ferðinni.

Annar einstaklingur segist á ferðum sínum um Ísland hafa orðið var við sams konar hegðun og lýst er í færslunni. Leggur hann til að tekjur af bílastæðagjöldum verði nýttar í að auka gæslu á stöðum hér á landi þar sem dýr halda til. Segir viðkomandi að hjá of mörgum ferðamönnum snúist ferðin um þá sjálfa en ekki um að dást að fegurð landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn