fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Myndband í dreifingu frá hnífsstungunni í Mjódd – „Lítill heimur………..“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. júlí 2025 20:22

Vettvangur. Mynd: Skjáskot ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatrammt rifrildi milli tveggja karlmanna, annars á þrítugsaldri og hins á fertugsaldri, í Mjódd í Breiðholti laugardagskvöldið 12. júlí endaði með að sá fyrri stakk hinn með hnífi.

Sjá einnig: Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar má sjá aðdraganda árásarinnar.

Ýjað hefur verið að því að árásin tengist innflytjendum en á orðaskiptum mannanna má augljóslega heyra að þeir eru íslenskir.

Meðal annars má heyra þolandann segja: „Lítill heimur, mundu það….“

Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 23:08 og er hana bar að garði fannst brotaþolinn alvarlega særður, eins og sagði í tilkynningu lögreglu. Karlmaðurinn sem er um fertugt var fluttur með alvarlega áverka með sjúkrabíl á slysadeild. Á þriðjudag var greint frá því að hann væri kominn úr lífshættu, en ástand hans væri enn alvarlegt.

Stunguárás
play-sharp-fill

Stunguárás

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn nærri vettvangi grunaður um árásina og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. DV hefur ekki upplýsingar um hvort gæsluvarðhaldið var framlengt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg
Hide picture