fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 09:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra er á Akureyri. Mynd: NorthIceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hlaut 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldisbrot gegn barnsmóður sinni, og fyrrverandi sambýliskonu, í nóvember 2022.

Maðurinn réðst á konuna á heimili hennar á Akureyri og var ákærður fyrir að hafa kastað eldhússtól að henni sem lenti á mjöðm brotaþola, lamið hana í hnakkann og rifið í hár hennar og hótað henni með flösku af matarolíu og hníf og sagst ætla að drepa hana. 

Konan hlaut mar á gagnaugasvæði hægra megin aftan og ofan við eyrnablöðku og væga bólgu þar yfir, rauðleita húðbreytingu neðan við hárlínu á hnakka og þar í kring nokkra rauðleita bletti, marblett á innanverðum hægri upphandlegg, marblett á miðjum hægri handlegg, þreifieymsli í hægri upphandleggnum, marblett á hægra handarbaki, mar (fjólublá húðbreyting) í vinstri olnbogabót, skrámu á vinstra mjaðmakambi og tvo marbletti á vinstra fótlegg.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að ákæruvaldið féll frá sakargiftum að því er varðar hótanir, það er að maðurinn hafi hótað brotaþola með flösku af matarolíu og hníf og sagst ætla að drepa hana. Er brot ákærða því aðeins talið við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 

Í dómnum kemur fram að karlmaðurinn neitaði upphaflega sök, aðalmeðferð málsins dróst síðan allnokkuð og þegar að henni kom felldi ákæruvaldið niður hluta sakargifta og ákærði játaði sök. Ákærði var einnig ákærður fyrir tvenn umferðarlaabrot þar sem hann ók biðfreið án ökuréttinda. Fyrir það var honum gerð 160 þúsund króna sekt.

Dómarinn horfði því þess við ákvörðun refsingar nú að líkamsárás ákærða beindist gegn barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu en einnig til þess að ákærði hefur leitað sér meðferðar við vímuefnavanda og gengist við brotinu og þess að meðferð málsins hefur dregist.

Í dómnum kom einnig fram að ákærði hafði áður engið dóm fyrir líkamsárás sem hann hlaut 45 daga dóm fyrir, hann hafði einnig hlotið dóm fyrir að aka án ökuréttinda og hraðakstu, og gert sátt vegna aksturs án ökuréttinda. 

Maður þarf að greiða 927.034 krónur í sakarkostnað, en sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig