fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 08:01

Á myndinni má sjá að bílbelti er í notkun þó sjáist ekki í ökumann. Mynd sem konan fékk frá Bílastæðasjóði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem sat í bíl sínum í stæði á Grettisgötu í gær fékk sekt frá Bílastæðasjóði á meðan hún sat í bílnum. Konan sat í bílnum og var að bíða eftir systur sinni.

Bílinn er í gangi og ólæstur og á meðan ég bíð, sirka 4-5 mínútur, keyrir bíll á vegum Bílastæðasjóðs framhjá og tekur myndir af bílnum og sendir mér rukkun.

Konan segist hafa hringt í Bílastæðasjóð og hafi hún séð stöðumælavörð ganga framhjá meðan hún beið í bílnum. 

„Mér finnst alveg galið að það sé verið að rukka mann meðan maður er í bílnum og er augljóslega ekki BÚINN að leggja,“ segir konan í færslu í Facebook-hópnum Íbúar í miðborg.

Mynd sem konan fékk frá Bílastæðasjóði.

Í samtali við DV segir konan að atvikið hafi átt sér stað í gær um kl. 11:19, Bílastæðasjóður sendi henni rukkun kl. 11:30 og hún fær tilkynningu um rukkunina frá island.is kl. 13.30. Hún hafi hringt í Reykjavíkurborg kl. 13.57. „Þannig að ég fæ tilkynningu og borga í gegnum sjóðinn, en það er ekki komin rukkun í heimabankann. Enda er ég búin að greiða, gerði það strax.“

Konan fékk það svar í símtalinu við Bílastæðasjóð að rukkunin hafi ekki komið frá stöðumælaverði sem gekk framhjá henni, 

heldur bíl sem keyrir framhjá og segir að það sé enginn í bílnum sem er ekki rétt. Ég er í bílnum og hann var í gangi allan tímann og það sést að hann er opinn en hann er ekki með stöðuljós (sem ég þarf að skoða því að hann var í gangi og ég set alltaf ljósin á). Ég læt myndir fylgja hér með og ef að vel er rýnt má sjá að það er belti í notkun, en það sést ekki í mig því miður.

Konan spyr hvort þessi aðferðafræði sé í lagi og hvort Bílastæðastjóður þurfi ekki að skoða þessa aðferðafræði að taka myndir af bílum aftan frá.

Ég er auðvitað búið að greiða og biðja um endurupptöku er ég er svo brjáluð að ég vil taka þetta lengra ef að ég fæ ekki endurgreitt en það er glatað að þurfa að standa í þessu.

Mynd sem konan fékk frá Bílastæðasjóði.
Mynd sem konan fékk frá Bílastæðasjóði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum