fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 07:11

Elon Musk og Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er á barmi þess að missa alla stjórn á sínum öfgafullustu stuðningsmönnum sem margir hverjir eru brjálaðir yfir þeirri ákvörðun yfirvalda að ætla að birta hin svokölluðu Epstein-skjöl eins og áður hafði verið lofað, meðal annars af Trump sjálfum. Sögðu yfirvöld í umdeildu minnisblaði að ekkert benti til þess að Epstein hefði haldið skrá yfir viðskiptavini sína og þá var fullyrt að Epstein hefði sjálfur tekið eigið líf en ekki verið myrtur af valdamiklu fólki eins og margir eru sannfærðir um.

Segir Demókrata hafa búið til „Epstein-blekkinguna“

Sá Trump sig knúinn til þess að fordæma „fyrr­ver­andi stuðnings­menn“ sína harðlega fyrir að gefa málinu of mikinn gaum í færslum á Truth Social, samfélagsmiðli sínum. Fór forsetinn mikinn en alls birti hann þrettán færslur þar sem hann lét allskonar aðila heyra það vegna málsins. Sakaði hann meðal annars falsfréttaskrifandi fjölmiðla um knýja málið áfram,  Demókrata um að hafa búið til „Epstein-blekkinguna“ og „heimska repúblikana“ um að sjá um skítavinnuna fyrir demókrata og dreifa hinni meintu blekkingu.

Skilaboð forsetans voru enn á ný þau að það væri einfaldlega ekkert bitastætt í gögnum málsins og gagnrýnendur ættu að snúa sér að öðru.

Musk hæðist að forsetanum

Fyrir stuttu síðan hefði Trump getað treyst á bandamann sinn, auðkýfinginn Elon Musk, að dreifa hinni nýju samsæriskenningu sinni og hjóla í demókrata. En nú er öldin önnur.

Eins og alþjóð veit urðu söguleg vinslit milli valdamannanna á dögunum. Musk brást við færslu Trump með því að hæðast duglega að forsetanum.

„Vá, ótrúlegt að Epstein hafi „drepið sig“ og Gishlaine dúsi í alríkisfangelsi út af blekkingu,“ skrifaði Musk í færslu á X. og bætti við í annarri færslu: „Hann ætti að opinbera gögnin og benda á hvað það er í þeim sem er blekking.“

Eins og frægt varð lýsti Musk því yfir í mjög svo opinberu samfélagsmiðlarifrildi tvímenninganna valdamiklu að Trump væri sjálfur í Epstein-gögnum.

Ljóst er að málinu er hvergi nærri lokið enda ljóst að Trump hefur valdið mörgum harðkjarna stuðningsmönnum sínum verulegum vonbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu