Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál er beiðni um upplýsingar um vörslu gagna vísað frá nefndinni. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að beiðninni er vísað frá á þeim grundvelli að nefndin telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um upplýsingar um hvernig vörslu gagna sé háttað innan ráðuneytisins. Ekki er þess getið í úrskurðinum um hvaða ráðuneyti er að ræða.
Það sem vekur athygli í úrskurðinum er að svo virðist sem trúnaðargögn um þá einstaklinga sem kæra til nefndarinnar liggi á glámbekk í ráðuneytinu.
Það liggur fyrir að trúnaðarupplýsingar um mál sem við sendum til ráðuneytisins eru geymdar í opnum, glærum plastvasa þvert á óskir okkar og samþykki fyrir slíkri vinnslu upplýsinga. […] því vantar okkur upplýsingar um:
Eins og áður sagði taldi nefndin beiðnina ekki vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um upplýsingar um hvernig vörslu gagna sé háttað innan ráðuneytisins. Af þeim sökum var kærunni vísað frá nefndinni.