fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 08:00

Bílastæðið er við nýja miðbæinn á Selfossi. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri játaði það að hafa ekki skoðað gjaldskrána áður en hann  lagði bíl sínum á Selfossi á laugardaginn. Og eftir á segist hann velta fyrir sér hversu margir greiða bara þegjandi og hljóðalaust.

Hefði nú bara keyrt í gegn af gömlum vana (og geri það hér eftir) ef ég hefði haft grun um að klukkutími á rykugu framkvæmdasvæði á Selfossi kostaði rúmlega 9.000 krónur.“ 

Í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi sýndi maðurinn mynd af greiðslusögu og þar má sjá að hann var rukkaður 18.159 kr. Fyrir að leggja frá kl. 15.08 til 17.00 í miðbæ Selfoss.

Fjölmargar athugasemdir eru skrifaðar við færsluna enda bílaeigendur orðnir afar þreyttir á of háum bílastæðagjöldum, ósýnilegum sektum og því sem formaður Neytendasamtakanna hefur kallað bílastæðafrumskóg.

Kona benti á að þetta hlyti að vera rangt, tímagjald væri frítt fyrstu 15 mínútnar, síðan 250 kr. Á klukkustund frá kl. 8-17 virka daga og um kvöld og helgar, eftir kl. 17 væri það 550 á klukkustund virka daga og 350 kr. Kvöld og helgar. Önnur sagði að þó maðurinn hefði ekki greitt ætti þetta ekki að ná þessari upphæð, en þá hefði 4.500 kr. Þjónustugjald lagst ofan á tímann sem bílnum var lagt.

Kona sem starfar hjá Parka tjáði sig og sagði þetta einfaldlega ekki rétt og fólk yrði að muna að skrá sig úr stæði, ekki væru myndavélar sem stimpluðu bíla inn og út af stæðinu.

Æjjj … þetta er nú ekki rétt hjá þér elsku vinur, menn verða að muna að stimpla sig út á Selfossi. Það eru algeng mistök að halda að myndavélar stimpli mann út.það er ekki pay by plate eða keyrt og kvitt neinstaðar á Selfossi. Og svo er líka svo frábært að senda póst á Parka og fá leiðréttingu, tveir tímar eru 586 kr.“ 

Kona nokkur benti manninum á að senda kvittunina til Neytendastofu. 

Sendu kvittunina eða rukkkunina til Neytendastofu. Þetta verð er langt umfram auglýst verð og þar kemur ekki fram hvaða álögur þetta Parka kompaní getur lagt ofaná gjaldið og af hvaða ástæðum. Slíkar upplýsingar eiga að vera jafn augljósar og gjaldskráin. Neytendastofa er nýbúin að sekta fjögur bílastæðarukkunar fyrirtæki og þar af hlaut Parka hæstu sektina, eina milljón króna, fyrir að upplýsingagjöf og viðskiptahættir voru ekki talin í samræmi við lög.“ 

Fékk endurgreitt en veltir fyrir sér hvað margir greiða

Rúmum sólarhring síðar uppfærði maðurinn færsluna og sagðist hafa haft samband við Parka þann morgun og fengið endurgreidd ofgreidd gjöld.

Og fékk þær upplýsingar að ég hefði gleymt að skrá mig út úr stæðinu og því hefði blessuð tölvan gert ráð fyrir því að bílinn hefði staðið í stæðinu í 2 sólarhringa.  Það er búið að endurgreiða mér ofgreidd gjöld.

En ég hlýt að velta fyrir mér hversu margir lenda í þessu og borga bara þegjandi og hljóðalaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“