fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Egill lætur umdeildan fyrirlesara heyra það – „Hvílíkur endemis auli“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. júní 2025 16:00

Agli og fleirum þykir ekki mikið til fyrirlesarans koma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildur fyrirlesari sem kom hingað til landsins á dögunum tengdi veggmynd Þrándar Þórarinssonar við Hamas og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason uppnefnir hann aula.

„Þessi náungi var fluttur hingað inn um daginn og látinn halda fyrirlestur í Hörpu. Ég segi bara eins og er, miðað við þetta, hvílíkur endemis auli,“ segir Egill í færslu á samfélagsmiðlum.

Umdeildur fyrirlesari

Vísar hann í færslu hins umdeilda Gad Saad sem hélt fyrirlestur í Hörpu. Saad er kanadískur þróunarsálfræðingur, líbanskur gyðingur að uppruna, sem starfar við Concordia háskóla í Montreal. Hann heldur einnig út hlaðvarpi þar sem hann fjallar um þjóðfélagsleg málefni.

Hefur hann haft áhrif á hægri öfgamenn eins og Elon Musk, einkum með þeirri hugmynd að samúð sé að eyðileggja vesturlönd. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á konum, transfólki og múslimum. Varð mikið kurr þegar tilkynnt var um komu hans í vor.

„Þetta er síonisti og hálfviti, en auk þess rasisti gagnvart svörtu fólki, innflytjendum almennt og hatar konur,“ sagði maður sem mótmælti komu hans á samfélagsmiðlum.

Gad Saad kom við á íslenskum bar, Gilligogg, þar sem uppi hanga tvær veggmyndir, gerðar af myndlistarmanninum Þrándi Þórarinssyni. Myndbirti hann og hæddist að listaverkunum í færslu á samfélagsmiðlum.

„Þessar tvær veggmyndir með þekktum íslenskum listamanni sameina íslamskar/palestínskar táknmyndir og þjóðsögur Íslands. Ég vissi ekki að saga Íslands væri undir svona miklum áhrifum frá frelsishetjunum í Hamas,“ skrifaði Saad.

„Guðlaun“ segir listamaðurinn

Hefur þessi færsla farið öfugt ofan í marga Íslendinga. Meðal annars einn mann sem birtir skjáskot af henni.

„Sum vita það líklega að þetta vitgranna gerpi hélt fyrirlestur í Hörpu um helgina. Hann var svo heppinn að koma við á góðum bar en líkaði ekki myndlistin. Loksins eitthvað til að vera stoltur yfir hér á landi!“ segir sá maður og uppsker þakkir frá listamanninum sjálfum. „Guðlaun. Ekki lítil upphefð í þessu,“ segir Þrándur.

„Getur hann ekki bara látið íslenska menningu í friði?“ spyr Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi.

„Er þetta fólkið sem er alltaf að kvarta yfir því að aðrir séu „triggered,““ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri og fyrrverandi varaþingmaður.

„Ekki þekki ég mikið til þessa Gad Saads – en auðvitað styður hann þjóðarmorðingjana – segir allt um manninn,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.

Kallaði Gretu Thunberg „vangefinn Svía“

Þá hefur önnur færsla Saad, þar sem hann lýsir Gretu Thunberg sem „vangefnum Svía“ einnig farið öfugt ofan í marga.

„Þessar tvær færslur hans, um íslensk myndverk og Gretu Thunberg, bera vott um algjöran aulaskap. Ekkert meira um það að segja. Virkar alveg sérlega óáhugaverður maður,“ segir Egill Helgason og spyr hvort að Saad hafi drukkið sig fullan á barnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“