fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Borgaði fyrir bílastæði en fékk síðan sekt í heimabankann – Þetta var klúðrið: „Algjör svartur blettur á samfélaginu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. júní 2025 10:03

Bílastæði við Reynisfjöru. Myndin tengist fréttinni ekki beint (Mynd/Google Maps)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa skapast í kringum bílastæði, gjaldskyldu og fyrirtækin sem halda utan um það í Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi.

Kona skrifaði færslu um upplifun sína af Parka appinu, sem þjónustar fyrirtæki sem greiða fyrir bílastæði.

Konan lagði bílnum við Reynisfjöru, sótti Parka appið og borgaði fyrir stæðið. Hún var því hissa að fá sekt í heimabankann en þá kom í ljós að hún hafði valið vitlausa staðsetningu og virðist ekkert hægt við því að gera.

„Parki app, er einhver að skilja það? Hver er eigandi á þessu ehf?“ segir konan.

„Fór í Reynisfjöru, Suðurland, og sé að það eru „bílastæðamyndavélar“ sem var vel merkt og það er í boði meðal annars  að ná í „Parka app“ sem hægt er að greiða bílastæðin. Gerum það, og þetta forrit biður um staðsetningu eins ætla mætti og samkvæmt gjaldskrá kostar 3 klukkustundir 1000 krónur.

En svo fæ ég rukkun í  heimabanka upp á þrefalt hærri upphæð því ég valdi ekki rétta staðsetningu. Samkvæmt símtali valdi ég vitlausa staðsetningu. Það er að segja Dyrhólaey en ekki Reynisfjöru. En samkvæmt skilmálum er það mitt vandamál.“

Konan hefur reynt að komast til botns í þessu, án árangurs. „Ég bað starfsmann um nánari skýringu en Parka app svarar ekki svona fyrirspurnum því að dótturfélag þeirra „Myparking“ sér um það. Myparking tekur ekki á móti símtölum en þú getur sent póst á adstod@myparking is.“

„Ekkert annað en slæmir viðskiptahættir“

Netverjar tóku undir með konunni að þetta mál væri hið undarlegasta og segja sumir þessa viðskiptahætti „glæpsamlega.“

„Pabbi sem dæmi er með takkasíma og mamma kann ekkert á sinn, hvernig á þetta fólk að borga?“ sagði einn meðlimur hópsins.

„Það að setja alla ábyrgð á neytandann með ósanngjörnum skilmálum eru ekkert annað en slæmir viðskiptahættir. Gera svo neytandanum nánast ókleift að ná beinu sambandi við fyrirtækið þegar honum þóknast er svo ekkert annað en tilraun til að þreyta viðskiptavininn,“ sagði annar.

Einn sagði: „Þessi bílastæðaþjófafyrirtæki eru algjör svartur blettur á samfélaginu. Ætti að banna þau nú þegar og stinga þeim sem standa á bak við þau bak við lás og slá.“

Annar netverji hafði sömu sögu að segja: „Góðan dag. Næstum sama martröð hér. Reyndi að greiða í appinu þeirra í Reynisfjöru en fékk sífelld villuskilaboð. Myndavélarnar voru ekki beint sýnilegar svo ég hugsaði að þetta væri kanski ekki rukkunarsvæði. Annað kom í ljós er ég sé fyrstu tilkynningu frá þessu FJÁRKÚGUNAR fyrirtæki, 3.500 króna rukkun í heimabankanum.“

Hvað með ferðamennina?

„Hvað skyldu þessi fyrirtæki vera búin að féfletta marga ferðamenn sem dvelja kannski stutt á landinu og hafa ekki tíma til að eltast við þau?“ spurði einn.

Í síðustu viku var greint frá því að ferðamenn lýstu miður skemmtilegri reynslu á Íslandi eftir að hafa fengið sektir vegna ógreiddra bílastæðagjalda á Íslandi.

Sjá einnig: Útlendingar lýsa miður skemmtilegri reynslu á Íslandi – „Hreint peningaplokk“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli