fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Samningur Aþenu við borgina í höfn en tilfinningar Brynjars Karls blendnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 17:47

Brynjar Karl Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur körfuboltafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um afnot af íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti hefur verið endurnýjaður. Lengi leit út fyrir að ekkert yrði af samningnum og að starfsemi Aþenu myndi leggjast af en liðsmenn félagsins þrýstu mjög á borgina um að endurnýja hann. Brynjar Karl Sigurðsson stjórnarmaður í félaginu og þjálfari meistaraflokks kvenna hefur farið þar framarlega í flokki hann segir í Facebook-færslu að tilfinningar hans vegna endurnýjunarinnar séu blendnar. Það sé ánægjulegt að félagið geti haldið starfinu áfram en að tafirnar sem urðu á endurnýjuninni hafi hins vegar valdið töluverðu tjóni.

Í molum

Brynjar Karl biður um að beðið sé með allan fögnuð og fer síðan nánar yfir hver áhrifin hafa orðið á starfsemi félagsins vegna þess hversu dregist hefur að endurnýja samninginn:

„Staða starfsins okkar er í molum. Ég ætla ekki að fara nánar út í það annað en að nokkur verkefni sem áttu að hefjast í haust frestast um að minnsta kosti eitt ár. Við höfum misst dýrmæt starfsfólk sem hafa verið í þjálfun undanfarin ár og einnig leikmenn. Meistaraflokkur hefur ekki getað hafið undirbúning sinn fyrir komandi tímabil vegna óvissu í leikmannamálum sem nú er komin fram á mitt sumar. Körfuboltaskólinn (ókeypis fyrir hverfið), sem átti að hefjast strax eftir skólalok, byrjar næstkomandi mánudag ef næg þátttaka fæst. Það hefur lítið annað komist að síðustu 8 vikur en að bjarga þessu starfi og það er með ólíkindum að vera sjálfboðaliði og þurfa að upplifa þessi vinnubrögð.“

Stelpurnar í Aþenu

Brynjar Karl segir alveg ljóst hverjum það sé að þakka að loks hafi tekist að semja við borgina:

„Ef það væri ekki fyrir stelpurnar okkar væri ég löngu búinn að leggja þetta starf niður. Ég get ekki með góðri samvisku mælt með samstarfi við borgaryfirvöld höfuðborgar Íslands. Mig langar sérstaklega að hrósa ungu stúlkunum okkar sem mótmæltu fyrir utan ráðhúsið og söfnuðu tæplega 4000 undirskriftum. Þvílíkur kraftur! Ekkert smá stoltur af mínum stelpum. Þetta hefði aldrei gerst án ykkar baráttu. Þið eruð Aþena!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar