fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Skýrslutökum lokið og styttist í ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 17:00

Yfirlitsmynd af Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er skýrslutökum yfir sakborningum í Gufunesmálinu lokið og styttist mjög í að lögregla sendi málið frá sér til Héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.

Málið varðar andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn, sem fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar af völdum misþyrminga sem hann hafði orðið fyrir.

Sjá einnig: Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Samkvæmt sömu heimildum má slá því föstu að þeir þrír sakborningar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins verði ákærðir fyrir hlutdeild í morðinu á Hjörleifi. Einnig er talið mjög líklegt að einhverjir fleiri verði ákærðir, nokkrir aðilar til viðbótar hafa áður setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, eða verið handteknir og yfirheyrðir, þar á meðal tvær konur.

Sakborningarnir þrír sem sitja inni voru í gær úrskurðaðir í framlengt gæsluvarðhald til 4. júní. Hámarks gæsluvarðhaldstími samkvæmt lögum án þess að sakborningi sé birt ákæra er 12 vikur. Sá tími rennur verður útrunninn þann 4. júní og í ljósi þess er líklegt að ákæra verði birt fyrir þann tíma. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti í gær í viðtali við RÚV að hann eigi von á því að ákæra verði lögð fram fyrir 4. júní.

Að minnsta kosti einn gæsluvarðhaldsfanganna þriggja kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær til Landsréttar. Það hefur verið gert áður í þess máli en Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms til þessa.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“