fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrotafræðingurinn Jón Óttar Ólafsson og gamla spæjarastofan hans, fyrirtækið PPP sf., höfðu undir höndum bæði rannsóknargögn lögreglu og gögn sem sérstakur saksóknari aflaði sér með dómsúrskurði. Um er að ræða stolin gögn en Kastljós mun fjalla nánar um málið í kvöld. Fréttaflutningurinn tengist stórum gagnaleka en ætla má af boðaðri umfjöllun Kastljóss og umfjöllun Kveiks fyrir rúmri viku síðan að gögnin komi beint úr geymslum spæjarastofunnar.

Kveikur fjallaði í síðustu viku um njósnir sem PPP sf. tók að sér fyrir auðkýfinginn Björgólf Thor Björgólfsson. PPP sf. var stofnað af þeim Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni. Fyrirtækið stofnuðu þeir rétt áður en þeir létu af störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara í skugga þungra ásakana, en þeir voru grunaðir um að hafa brotið gegn þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn sem vörðuðu fyrirtækið. Málið þótti þó ekki líklegt til sakfellis og var fellt niður.

RÚV greinir frá því að PPP hafi haft undir höndum persónuupplýsingar úr stórum sakamálum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi gögn notuðu þeir svo til að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Eins var um að ræða gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem var aflað eftir dómsúrskurð og vörðuðu rannsókn mála hjá embættinu.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sem gegndi embætti sérstaks saksóknara þegar PPP var stofnað, segir að hér sé um að ræða gögn sem eigi ekki að vera úti í samfélaginu heldur gögn sem ættu að vera bundin trúnaði og hefðu aldrei átt að fara út úr húsakynnum embættisins. Ólafur Þór man engin fordæmi þess að eins umfangsmiklum gögnum hafi verið stolið frá embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“