fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán með því að hafa í félagi, á laugardegi á síðasta ári, svipt pilt undir lögaldri frelsi sínu í allt að 45 mínútur og beitt hann margvíslegu ofbeldi.

Þeir fóru allir fjórir í bíl að húsnæði þar sem brotaþoli var gestkomandi. Þrír þeirra fór inn í húsið og sóttu hann og létu hann setjast inn í bílinn gegn vilja sínum. Tóku þeir af honum síma og heyrnartól. Þeir óku með piltinn að ónefndum stað í Reykjavík þar sem þeir fóru allir út úr bílnum og veittust með ofbeldi að brotaþola sem féll í jörðina við árásina.

Í ákæru er árásinni síðan lýst svona, og notast við bókstafi í stað nafna málsaðila:

„…en ákærðu slógu A margsinnis með krepptum hnefum í höfuð og búk og spörkuðu margsinnis í höfuð hans og búk þar sem hann lá á jörðinni, ákærði X gaf honum rafstuð í hægri upphandlegg og á vinstri framhandlegg með rafmagnsvopni og ákærði Y otaði hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi A og hótaði að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá, en ákærðu skildu A eftir beran að ofan og skólausan […], allt með þeim afleiðingum að A hlaut heilahristing, brot á báðum efri miðframtönnum og marga yfirborðsáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa.“

Móðir brotaþola gerir fyrir hönd ólögráða sonar síns kröfu um miskabætur frá hinum ákærðu upp á 4,5 milljónir króna.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. apríl. Réttarhöld í málinu eru háð fyrir luktum dyrum. Ekki liggur fyrir aldur brotaþola og hinna ákærðu enda margskonar upplýsingar hreinsaðar úr ákæru héraðssaksóknara til fjölmiðla. Fyrir liggur þó að brotaþoli er undir 18 ára aldri en DV hefur ekki upplýsingar um hvort árásarmennirnir eru eldri eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“