fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 10:08

Frá vettvangi útburðarins við Bríetartún. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar sýslumanns eru mættir í húsnæði í eigu Félagsbústaða við Bríetartún til að bera út leigjandann Sigurbjörgu Jónsdóttur vegna vanskila á leigu. Sigurbjörg hætti að borga leigu til að leggja áherslu á kröfu sína um að hún fengi milliflutning enda býr hún í sama stigagangi og kona sem hefur haldið íbúum hússins í heljargreipum ofbeldis og skemmdarverka, auk þess sem konan tók þátt í hryllilegri líkamsárás og hópnauðgun sem Sigurbjörg varð fyrir árið 2023.

Sjá einnig: Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

„Lögmaðurinn minn er að reyna að fá þessu frestað. Ég hélt að það væri einhver frá sýslumanni að hringja,“ sagði Sigurbjörg er hún svaraði símtali frá DV.

Þegar Sigubjörg varð fyrir líkamsárásinni var hún að flytja úr einni íbúð í aðra í stigaganginum en varð að leggjast á sjúkrahús vegna árásarinnar. Á meðan þurfti hún að greiða leigu af tveimur íbúðum.

Sjá einnig: Jón lýsir martröð dóttur sinnar:„Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

„Ég þurfti að taka tvær milljónir í lán til að geta staðið í skilum með sex mánaða leigu. Ég þurfti að fara í hjartaþræðingu, það var lumbrað svo á mér. Svo henda þeir út öllu dótinu mínu þegar ég fór í meðferð tveimur mánuðum seinna og rukka mig fyrir það. Ég heyri ekki einu sinni frá þeim og borga þessa leigu eins og fáviti. Eina vopnið mitt var að hætta að borga leigu vegna þess að ég næ aldrei sambandi við Félagsbústaði. En daginn sem ég hætti að borga leigu þá hringja þau og segja: Þú getur ekki fengið milliflutning ef þú borgar ekki leigu.“

Með öðrum orðum þá hætti Sigubjörg að borga leigu til að fylgja eftir kröfum sínum um að fá flutning frá ofbeldiskonunni. Hún segir að útburðarkrafan hafi komið með litlum fyrirvara. „Ég er búin að hafa tvo virka daga til að vinna í þessu, er með lögmanninn á línunni. Ég get ekki ímyndað mér að Félagsbústöðum liggi á að koma mér út héðan, það er ekki eftirsókn eftir því að búa hér. Það er ekki eftirsóknarvert að komast í þennan stigagang.“

Uppfært kl. 10:32 – „Ég veit ekki hvar hún er að fara að sofa í nótt“

Verið er að bera Sigurbjörgu út úr íbúðinni í þessum skrifuðu orðum. „Það er alveg á hreinu að þetta verður ekki stöðvað. Fulltrúi frá Félagsbústöðum er hérna líka ásamt fulltrúum Sýslumanns, lögreglu og lásasmið, það var brotist inn til hennar,“ segir íbúi í stigaganginum sem fylgist með aðgerðunum.

„Þetta er viðbjóður. Ég veit ekki hvar hún er að fara að sofa í nótt, líklega á götunni, nema hún komist inn í Konukot,“ segir íbúinn.

Meðfylgjandi aðsend mynd (að ofan) frá vettvangi sýnir með óskýrum hætti vinveittan nágranna Sigurbjargar taka hana í fangið eftir að hún lét hann fá annan köttinn sinn vegna útburðarins. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir lögreglukona fara með eitthvað sem tilheyrir ketti Sigurbjargar til nágrannans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“