Stórleikarinn Pedro Pascal sást spóka sig í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Sást hann á förnum vegi, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin, auk þess sem hann sat á snæðingi á Kaffi Vest.
Pedro Pascal er ein stærsta sjónvarpsþáttastjarna heims og hefur gert garðinn frægan í þáttum á borð við Game of Thrones.
Nýlega vakti hann athygli fyrir einarðan stuðning sinn við trans fólk í skugga lagabreytinga í Bandaríkjunum sem skerða réttindi þessa hóps. Í fimmtugsafmæli sínu fyrir skömmu var hann klæddur í bol með áletruninni „Protect the Dolls.“ Er það vísun í stuðning við trans konur.